Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Ferðalagið
26.3.2008 | 19:02
Við flugum í gegnum London og heimalandið kvaddi okkur með viðeigandi snjókomu og kulda. Flugferðin til London gekk mjög vel og svo tók við nokkura tíma bið á Gatwick. Við fundum horn með leiktækjum þar sem drengirnir undu sér nokkuð vel, en allir voru fegnir þegar tími var kominn til að halda í næsta flug til Windhoek. Óskar tók eitt síðasta klifur á Bubba byggi bíl og datt af. Hann viðbeinsbrotnaði við fallið, en hann hafði einnig brotnað á síðasta ári svo að við vissum hvað klukkan sló. Flugferðin til Windhoek var viðburðalítil, Óskar fékk verkjalyf og allir sváfu mestan hluta ferðarinnar.
Sumir voru hressari en aðrir í vélinni.
Hér er sjúklingurinn í flugvélinni á leið til Windhoek.
Þegar til Windhoek var komið tók Villi umdæmisstjóri á móti okkur og þessu líka gífurlega magni af farangri sem okkur fylgdi. Við fórum á gistiheimili sem var bráðabirgðaheimili okkar fyrst um sinn.
Undirbúningur undir Namibíuferð
26.3.2008 | 15:01
Ekki var nú mikill fyrirvari fyrir flutningana til Namibíu og að mörgu að huga. Við fórum í sprautur, gengum frá húsinu, fórum í læknisskoðun, til Gulla tannlæknis og reyndum að hitta sem flesta til að kveðja með virktum. Svo kom auðvitað hún Gudda meistaraklippari og snyrti höfuðið á öllum fjölskyldumeðlimum til að við yrðum snyrtileg til höfuðsins í nýrri heimsálfu.
Nú eru allir orðnir flottir um hárið og spenntir fyrir að fara í flugvélina.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt blogg að fæðast
19.3.2008 | 07:19
Loksins, loksins
Nú erum við Halli búin að vera að skrá inn nýtt blogg til þess að gefa upplýsingar um fjölskylduna og lífið hér í Namibíu, eftir fjölda áskorana. Við fluttum frá Íslandi þann 29 febrúar og erum nú óðum að koma okkur fyrir.
Senn koma fleiri upplýsingar, kíkið einnig á bloggið hjá halla á haraldurbjarni.blog.is