Desember í Afríku
12.1.2010 | 06:35
Eins og nokkrir hafa bent á, þá er ég komin ansi langt á eftir í færslum. Á eftir Zimbabwe og Botswana ferð, Kunene ferð, Etosha ferð og jól og áramót.
Hér er smá sýnishorn af því sem við vorum að bralla í desembermánuði. Eins og sjá má voru Magga Dísa og mamma með okkur yfir jólin. Við nutum lífsins, fórum í matarboð og héldum matarboð, fórum til Lake Oanob yfir nótt, hlupum og fórum í ræktina, og mamma og Magga fóru með strákana í safarí.
Svo er smá pistill um jólin í Namibíu í veftímariti Þróunarsamvinnustofnunar.
Gleðilegt nýtt ár!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:57 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekkert smá gaman að sjá þetta og lesa. Þið lítið alveg ótrúlega vel út öllsömul, strákarnir orðnir stórir og foreldrarnir litlir. Allt eins og best verður á kosið. Ef myndirnar gefa rétta mynd af stemningunni þá er lífið æðislegt.
Harpa Rut (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.