Frá toppi til táar

Ég fór að klifra í morgun og tók myndavélina með. Maður er reyndar frekar upptekinn þegar klifrið er í gangi, svo að afrakstur dagsins var ekki mikill í myndum talið. Annar afrakstur er að ég get vart hreyft fingurna þrautalaust.

klifur_2.jpg Eins og sjá má eru klettarnir hrikalegir, en henta vel til klifurs. Við Davíð ræddum þetta og ég taldi helstu hættuna vera þá að klifurfélaginn fengi hjartaáfall og væri einhvers staðar uppi í háloftunum á meðan. Reyndar gæti ég trúlega náð honum niður á tiltölulega auðveldan hátt svo að það væri kannski ekki svo mikil hætta eftir allt. Dabbi var fljótur að sjá fyrir sér aðrar aðstæður; að sá gamli fengi áfall þegar ég væri í hæstu hæðum og hann að styðja mig frá jörðinni. "Ég hef engan áhuga á að burðast með þig lamaða frá toppi til táar", komst hann að orði. Hann er sumsé ekki alveg sáttur við klifrið.

klifur_1_955060.jpg Er ekki freistandi að hendast þarna upp?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ.

Það er fremur vandræðalegt, en ég held ég ætti að byrja á að segja "gleðilegt nýtt ár!"  Var loksins að taka mér tíma til að lesa svolítið og dást að myndunum. Mjög flottar - eins og fólkið á myndunum - og greinilega frábær ferðalög. Man alveg eftir klifurdellu þinni á ungdómsárum svo það var svona hálf-fyrirsjáanlegt í mínum huga að þú færir upp af jafnsléttunni í líkamsræktinni fyrr eða síðar.....farðu bara "varlega" :)

Kv. Hanna

Hanna (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 13:25

2 identicon

Sömuleiðis, gleðilegt nýtt ár!
Rassinn er nú eitthvað þyngri núna en í gamla daga! Það eru nú komin ár og dagar síðan ég var að bramboltast þetta upp á Miðgarð hahaha... var alveg búin að steingleyma svoleiðis brölti. Efast um að ég gæti komið mér þar upp núna!

Já, Dabbi er þér hjartanlega sammála með "varlegheitin", en nú sýnist mér að ég hafi ekki tíma til að fara þarna einu sinni í viku, því að ég þarf að vinna á morgnana og eitthvað þarf undan að láta. Hann verður því afar feginn, hygg ég.

Hlakka til að sjá þig (og vonandi fjölskylduna!) í sumar.

Erla

Erla (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband