Ísland, skjótaðu, plís, skjótaðu...
5.2.2010 | 09:16
Allt er í góðu hér, við fórum í matarboð á matarboð ofan um síðustu helgi og sáum svo bronsleikinn á EM hjá Villa og Gullu á stórum skjá. Hér eru mínir menn hins vegar að horfa á síðsta leikinn í riðlakeppninni, þar sem Óskar varð niðursokkinn í leikinn og hrópaði Ísland, skjótaðu, plís, skjótaðu!!
Halli er að fara að keppa á frjálsíþróttamóti í næstu viku og ég hef verið niðri í skóla að þjálfa krakkana sem eru að fara til keppni. Það er gaman að fá að hlaupa grind og boðhlaup og þess háttar.
Nú stendur yfir undirbúningur fyrir alþjóðadaginn í skólanum. Þessi dagur er einn af aðaldögunum, þar sem gestum er boðið til skólans og haldið er upp á alþjóðlegan fjölbreytileika skólans. Hver bekkur velur sér land og kynnir það og býður upp á afþreygingu og veitingar í anda landsins. Leikskólinn er Madeira, og býður upp á leiki og mat þaðan. Halla bekkur, year 6, er Japan og verður boðið upp á sushi, borðtennis, tölvuleiki og karókí. Year 7 valdi Ísland!! Við verðum þeim innan handar við undirbúninginn, og það verður spennandi að sjá hvað þau hafa í huga. Krakkarnir eru alltaf svo skapandi, og ég hlakka til að sjá afraksturinn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.