Hver er svona þunnur?
8.2.2010 | 18:42
Þegar veðurfræðingar hér í landi fullyrtu að ekki myndi rigna meira þetta árið, fagnaði ég í laumi. En ég var ein um það, því allir vilja blessað regnið. Og það skipti svosem ekki miklu máli, því að um leið og veðurfræðingarnir hér spá einhverju, þá gengur það sjaldnast eftir. Í nótt fór að rigna af fullum krafti, með þrumum og eldingum.
Nú hefur pálmi hér úti í garði komið sér upp risavaxinni strýtu, sem blómstrar væntanlega fljótlega. Þetta hefur gerst á örfáum dögum og vekur mikla furðu hjá Davíð, en restin af fjölskyldunni lætur sér fátt um finnast. Ef ég verð í stuði á morgun tek ég mynd af fyrirbærinu. Ef heldur áfram sem horfir geta drengirnir klifrað til himins eins og Jói.
Annars gengur lífið sinn vanagang, ég fór út að hlaupa í morgun í dásamlegu morgunloftinu, fullu af raka. Helgin var viðburðalítil, við fórum í morgunverðarboð, ég í naktrakvennateiti og strákarnir í bíó. Óskar les enn linnulaust og Stefán syngur og dansar. Allt við það sama. Enskan og íslenskan halda áfram að blandast fagurlega saman.
Halli: Mamma, það er einn strákur í bekknum mínum sem er svona sjúklega þunnur..
Móðirin: Ha, hvað segirðu, var hann þunnur í skólanum??
Halli: Já, you know, so thin. Hann passaði í þennan pínkulitla japanska búning sem kennarinn kom með fyrir alþjóðadaginn..
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Jæja mín kæra, já gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu, ég er sko greinilega ekki sú duglegasta að hafa samband, hmm, en ég verð þó að viðurkenna að við Jói höfum hugsað mikið til ykkar síðan við hittumst í sumar í Breiðholtsblíðunni.
Heyrðu ég sendi þér smá línu á facebook áðan, þú kíkir kannski á það við tækifæri?
Knús til allra,
Siva
Siva (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 22:50
"naktrakvennateiti" hvað er það Erla? Einhver svona Himba hátíð?
Bjargey
Bjargey (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 16:31
Haha, nei, en það hljómar þó spennandi. Naked ladies party eru þannig að maður hreinsar föt sem maður er hættur að nota, út úr fataskápnum, setur þau öll í púkk, velur svo úr það sem þér líst á frá öðrum. Afgangurinn er gefinn til góðgerðarmála. Þetta endar með heljarinnar uppstokkun á fataskápnum, svo eru líka bækur, skór, skartgripir og guðmávita hvað annað í skiptum.
Erla perla (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 13:51
Hahahah - já Bjargey - nákvæmlega það sem ég hugsaði - það mætti nú misskilja þetta hahahaha - en algjör snilld ;o)
Ása Dóra (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.