Áramót og fleira
13.2.2010 | 08:18
Laugardagsmorgnar eru oftast rólegir. Dabbi er í ræktinni og Halli var í sleepover hjá vini sínum. Í kvöld kemur Leja að passa strákana, Erik er í sleepover hér og við hjónin förum í Valentínusarteiti á vegum skólans. Ég er í foreldraráði svo að Dabbi neyddist til að fara. Búinn að leita margra leiða til að komast hjá því, en allt kom fyrir ekki.
Ég set nú inn nokkrar myndir frá áramótunum, ekki seinna vænna. Við fórum í áramótateiti hjá vinum okkar síðdegis og um kvöldið fengum við góða gesti frá Malawi; Stefán Kristmannsson og fjölskyldu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
ohhhhh en gvuðdómlegt hjá ykkur!!!
Ása Dóra (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 23:50
Bíddu bara þangað til að þú kemur hingað sjálf! Þá færðu að upplifa gvuðdóminn...
Erla Hlín Hjálmarsdóttir, 17.2.2010 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.