Rauð og sæl af ströndinni
21.2.2010 | 19:21
Hér með tilkynnist að við fjölskyldan erum komin af ströndinni, öll rauð og sælleg. Það er svo mikið mistur að maður misreiknar hvað sólin er sterk og við öll dálítið brunnin. Ströndin var yndisleg, við leigðum gott hús alveg við stöndina á Lönguströnd.
Svo hlupum við stöllurnar á laugardagsmorguninn, ég og sú portúgalska. Dabbi var heima að gæta barnanna. Kökurnar hans Halla hrifu mjög vel sem kolvetnishleðsla, ef til vill getur hann markaðssett þær sem slíkar í framtíðinni. Það voru margir að hlaupa, flestir í maraþoni en nokkrir ræflar fóru 10K. Ég bölvaði nú slitnum sólunum á skónum til að byrja með en það var hálfgerð þoka í morgunsárið og ég rann til í hverju skrefi á votu malbikinu. Ég kláraði á 45:58 (Inga, þetta var fyrir þig, og mjög strategíst að fara svona rétt undir mínútuna) og Carla á 53:06. Við tókum þetta frekar létt og það verður að segjast að það er mikill munur að hlaupa svona við sjávarmál eftir æfingar hérna uppfrá.
Myndir birtast þegar ég er búin að hlaða þeim inn á tölvuna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
VHÁ Erla hvað ég er stolt af þér. Innilega til hamingju. Þú ert svo mikil fyrirmynd. Setur þér markmið, nærð þeim og gott betur!! Frábært hjá þér xxx knúsur til ykkar allra Inga Dagmar
Inga Dagmar (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 12:00
Þakka þér fyrir, ég var ósköp ánægð með þetta. Hér er síðan maraþon í haust, sem væri alveg tilvalið fyrir þig að koma í, og einmitt við sjávarmál!! (þú þyrftir reyndar að flytja upp á Hveravelli til æfinga ef það ætti að koma að gagni, en væri ekki gaman að hlaupa saman??)
Erla perla (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.