Lagt íann

Við erum nú að undirbúa brottför suður á bóginn. Við verðum tvær nætur í þjóðgarði í suðvesturhlutanum og förum svo til Fish River Canyon. Komum til baka á páskadag.

Í gær fór ég í fátækrahverfið að finna hana Maureen the miracle, ásamt Liz sem er búin að heimsækja þau reglulega. Nú var meira við haft þar sem ég var með í för. Heimilisfaðirinn var búinn að dubba sig upp í rauðu spariskyrtuna sína, móðirin einnig uppáklædd og Maureen komin með þessa rosalega flottu hárgreiðslu. Þau búa í kofa, þar sem 6 fullorðnir og 9 börn búa saman. Inni var mjög fínt, og eftir faðmlög og læti sátum við og spjölluðum. Það voru einnig margir úti í garði að fylgjast með heimsókninni. Þau tilheyra damarahópnum (sem tala þetta skemmtilega tungumál með smellunum) og hópshöfðinginn kom einnig og kynnti sig. Þau hafa auðsjáanlega sama fyrirkomulag og í þorpunum, þar sem eldri herramaður er höfðinginn. Ég var kölluð læknirinn, því að það er augljóst að kona sem hefur þá hæfileika að koma fólki til lífs hlýtur að vera doktor. Amk. er gaman að fá slíka heiðursnafnbót.

Ég gaf Maureen föt og svo fjölskyldunni smá peninga. Þau biðja fyrir mér í staðinn. Það eru mjög góð skipti. Þau ætla einnig að biðja fyrir Liz, sem er að flytja til Bandaríkjanna á sunnudaginn. Faðirinn sagði einbeittur, að þau ætluðu sérstaklega að biðja fyrir fjölskyldunni á meðan flugvélin væri í loftinu, það væri sérstaklega mikil þörf á því. Ég samsinnti því náttúrulega. Hvernig ættu flugvélar að haldast uppi í lofti ef ekki fyrir mátt bænarinnar? Reyndar hefur sá máttur reynst óskaplega vel undanfarið, því að samfélagið hefur legið á bæn síðan Maureen lenti í óhappinu. Það er ótrúlegt að sjá þessa fallegu stelpu svona líflega og komna vel til heilsu. Bænin hlýtur að hafa hjálpað vel til þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnifico! Gleðilega paska.  (get ekki skrifað islenska stafi þegar eg skrifa her inn. )

harpíta (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 23:42

2 Smámynd: Erla Hlín Hjálmarsdóttir

Gleðilega páska öll sömul, við erum farin að hlakka til að hitta ykkur í sumar!

Erla Hlín Hjálmarsdóttir, 4.4.2010 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband