Gestagangur
11.5.2010 | 16:09
Siva og Jói eru farin í nokkura daga tjaldferð til Etosha. Það stóð til að fara til Mahango líka, en það hafa verið flóð í Caprivi, og vatnið ku ekki hafa staðið hærra í 40 ár. Staðir voru að opna en þau kusu að fara í styttri ferð og sjá steinristur í staðinn. Bloggið þeirra má finna hér.
Það bættist í gestahópinn þegar bjöllunni var hringt á laugardagsmorguninn. Þar var Björn Páll mættur, sloppinn heill á húfi frá malaríu og taugaveiki, hress en horaður. Hann er nú kominn til borgarinnar í smá fitun eftir sultinn í Kenya, en hann hefur starfað sem sjálfboðaliði í sveitaskóla í Kenya þar sem engan hvítan mann er að finna. Nú er hann í fríi og hefur ferðast alla leið hingað niður eftir til að skoða mannlíf og náttúru. Hann segir okkur líka krassandi sögur þarna norðan frá, sem eru hin besta skemmtun.
Annars er ekki mikið af okkur að frétta, ég er í hlaupa- og líkamsræktarbanni til að jafna mig að fullu eftir veikindi, og reyni í staðinn að koma einhverju í verk í ritgerðinni minni. Dabbi stundar lóðin af þeim mun meiri móð. Drengirnir, og sér í lagi þeir litlu hafa snúið sér æ meira að enskunni í stað íslenskunnar og tala sín á milli að mestu á ensku. Óskar kom heim úr skólanum í síðustu viku og sagði: mom, can I watch television? I made this lovely mothers day card for you, and I also finished all my food in school. Er hægt að segja nei, ég bara spyr?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.