Stöðuskýrsla frá Nam

Siva og Jói kvöddu Afríku í gær og eru amk. komin til London, sem er léttir, því að það er ekki auðvelt að skipuleggja ferðalög nú um stundir með ösku, verkföllum og tilheyrandi. Það var því hálf tómlegt við kvöldverðarborðið hjá okkur í gærkvöldi og engin gúrka spiluð.

Björn Páll stefnir til Botswana á föstudag með rútu, en hann ákvað að fara landleiðina til Kenya í stað þess að taka flug frá Jóhannesarborg. Hann nær þá að sjá eitthvað af Botswana, Mósambik, Zimbabwe, Malavíu og Tansaníu á leiðinni til baka.

Hann kom með mér til Omaheke í vettvangsferð á mánudaginn, en hefur annars verið í afslöppun hér hjá okkur í borginni.

Hlaupin hófust aftur í morgun eftir tveggja vikna pásu, með léttu 10k utanvegaskokki í frábæru umhverfi.  Halli er að fara í survival camp um helgina til að læra um namibíska náttúru og fá smá stuð með jafnöldrum sínum. Við hin tökum því rólega hér heima við, en flest frí hér í landi lenda í maímánuði og eru bara tveir skóladagar í næstu viku hjá strákunum

Svo styttist í heimferðina sem allir eru farnir að hlakka til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já mín kæra nú erum við komin heim, ósköp gott auðvitað að vera komin alla leið án vandræða, en undarlega tómlegt við matarborðið og engin gúrka!!  Keypti að sjálfsögðu fótbolta-Amarula í SA :)  Eyddum heilum degi í að labba um London í því líkri veðurblíðu, sólbrann meira þann daginn en allar vikurnar í Namibíu - já svona er veröldin undarleg.

Hafði enn og aftur bestu þakkir fyrir hýsinguna, matinn og félagsskapinn, erum strax farin að hlakka til að hitta ykkur öll í sumar,

knús og kossar,

Siva

Siva (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 15:43

2 identicon

Gott að Amarúllað komst í þínar hendur, verst hvað það endist stutt! Við hlökkum sko til að koma á Krókinn í sumar, kannski getum við tekið svosem eina gúrku?

Erla perla (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband