Evró og fleira

Stefán er orðinn öllu betri, hálft andlitið á honum varð stokkbólgið, en nú er farið að draga úr. Það er helst Dabbi sem upplifir hörmungar, því við erum enn að fá reikninga fyrir herlegheitunum. Það er aldrei hressandi fyrir Dabba að fá reikninga. Ég er hins vegar að spá í að setja skurðstofu á laggirnar, það hlýtur að vera ákaflega ábatasamt.

Halli kom sæll en þreyttur heim úr ferðinni sinni. Búinn að skríða hálfnakinn úti í náttúrunni, makaður í felulitum. Í gær var svo enn eitt skólafríið - Afríkudagurinn. Halli hóf daginn á að baka lummur í morgunmat handa öllu liðinu af miklum myndarskap. Við fórum svo öll út úr bænum með einni vinafjölskyldu og krakkafjölda, á búgarð sem er í klukkutíma fjarlægð, þar sem er fjöldi leiktækja fyrir krakka. M.a. er boðið upp á bowling, sem Óskar segir að sé awsome.

Við hjónin horfðum á undankeppni evróvision í gærkvöldi, ég svaf reyndar í gegnum mest og náði rétt að rífa mig upp fyrir íslensku keppendurna. Óskar og Stefán eru í vaktavinnu við að vekja okkkur foreldrana, og náðu þeim fyrirtaksárangri að koma sprækir upp í rúm til okkar klukkan fjögur í býtið. Halli var dottinn útaf og kominn í bólið. Hann er allra mesti stuðboltinn á evróvision, svo að það var frekar dauft yfir okkur, þó að Stebbi kæmi einnig að styðja Ísland. Eiginlega var skemmtilegast þegar portúgölsku keppendurnir komust áfram því að kynnarnir á portúgölsku rásinni sem við horfðum á, voru svo óskaplega hamingjusamir. Ég vona að Halli nái að rífa þetta upp á keppniskvöldið.

Morguninn hófum við hjónin á hæðahlaupum, í nöprum kulda. Nú er vetur konungur að hefja innreið sína hér og nú dugar ekkert annað en langerma klæðnaður í morgunhlaupunum. Meirihluti hópsins er úr leik vegna kvefs, hálsbólgu og meiðsla. Veturkoman hefur auðsjáanlega víðar áhrif en á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband