Merkilegur morgundagur

Morgundagurinn virðist ætla að verða merkisdagur.

Þá verða kosningar, en við hjónin erum búin að senda okkar atkvæði heim til Íslands í gegnum sendiráðið okkar. Svo er Evróvision, og við leitum á náðir Villa og Gullu með stóra skjáinn til að fylgjast með atburðum líðandi stundar.

Svo er Comrades hlaupið líka á morgun. Vinafólk okkar tekur þátt þar, en þetta er 89 km. hlaup í Suður Afríku. Allir hlauparar sem taka sig alvarlega, verða að taka þátt. Fyrst er Two Oceans ultramaraþonið (hugsunin er að hlaupa milli tveggja úthafa, þó að það sé kannski ekki alveg raunin), og svo fer fólk í Comrades í framhaldi af því. Áhugasamir geta krækt sér í æfingaprógramm á síðunni þeirra, það er hægt að byrja að æfa í júní fyrir hlaupið að ári.

Ég er loks komin af stað aftur, fór í ræktina síðdegis með Dabba en hóf daginn úti á hlaupabrautum, sem var alveg  fyrirtak. Frjálsíþróttaliðið namibíska er einmitt að æfa rétt á eftir okkur, en það er sérdeilis hressandi að fá svona eiturspræka hlaupara á brautirnar líka. Meðan ég man - ég er komin með varaáætlun fyrir eftirlaunaárin, ætla að skrifa bók sem heitir "10 mánuðir til að koma fitubollu 10 km. á 45 mín." Með svona grípandi titil og eigin reynslu í þokkabót, reikna ég með því að þetta verði hin besta metsölubók og ég geti sest í helgan stein í vellystingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var að lesa siðsustu þrja pistla og kvitta her með fyrir það. Otrulega gaman að fa að fylgjast með ykkur, ævintyrum ykkar og hugrenningum. Eg kaupi bokina þo eg voni að eg verði buin að fa einkakennslu einhvern timann fyrir elliarin.

Harpíta (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 23:10

2 Smámynd: Erla Hlín Hjálmarsdóttir

Blessuð vertu, þú þarft nú ekki á bókinni að halda, frekar að fara inn á hlaupasíðurnar, góða mín. Við söknum ykkar suddalega, og hlökkum til að sjá ykkur og strákana. Útilega er í bígerð, Lakar voru á dagskránni, en ég held að Strandir séu bara betri kostur. Við getum kannski komið plönum síðasta sumars til framkvæmda? Það er eins og brúðkaupið hafi verið fyrir hálfum áratug...

Erla Hlín Hjálmarsdóttir, 31.5.2010 kl. 06:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband