Með gleði í hjarta

Magga Dísa gaf Davíð þessa fínu hlaupagræju í jólapakkann, en það var hlaupahúfa til að skýla fyrir sólinni. Mikið þarfaþing. Ég greip hana með þegar ég var að fara í klettaklifur í haust (íslenskt vor sumsé) og var komin upp hálfan klettavegg vegg þegar ég uppgötvaði að ég var með hana á hausnum og henti henni þá inn í runna á jörðu niðri. Það vildi ekki betur til en að bavíanarnir náðu henni á undan mér og þar með var hún horfin. Ég vogaði mér reyndar ekki að segja Dabba frá hvarfinu fyrr en eftir nokkurn tíma, til auka ekki enn frekar ímgust hans á klifrinu.

Dabbi var líka gjafmildur við frúna og gaf mér þetta forláta hlaupaúr, sem segir mér upp á hár hversu hratt ég er að skottast um stíga og götur borgarinnar. Þetta er ákaflega hjartfólgin eign. Frá föstudegi hvarf það á dularfullan hátt. Eftir mikla leit hér heima fór ég að rekja allar gjörðir helgarinnar og föstudags. Mundi að ég hafði farið í portúgölsku hverfisbúðina og lagt úrið á borðið. Fór áðan, og viti menn, hafði ég ekki gleymt úrinu þar, en þeir geymt það samviskusamlega. Við apparatið vorum því sameinuð á ný.


Ekki var það síðra að fótboltaskórnir hans Halla (sem eru hans hjartfólgnasta eign) sem hurfu í skólanum, var síðar skilað til rétts eiganda. Hlutir eiga það til að hverfa í skólanum, svo að við vorum nú ekki vongóð. Nú hefur trú okkar á heiðarleika og skilvísi verið endurnýjuð og við Halli bæði með gleði í hjarta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehehe nú þarf ég samt ekki að hugsa hvað ég gef dabba í jólagjöf þetta árið :) Vonandi skila bavíanarnir húfunni ekki...

Magga (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 12:45

2 identicon

Haha, nei, það er nú lítil hætta á að við sjáum hana aftur. Hún var svo flott, og þeir hrifnir af litríkum hlutum. Nú situr einhver bavíanahöfðingi stoltur með húfuna flottu og horfir yfir klettaríkið sitt... ætli ég verði ekki að bæta Dabba greyjinu húfuna.

Erla perla (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband