Velkomin, vinir til lands hinna hugrökku
28.9.2010 | 18:37
Á föstudaginn átti ađ hlaupa frá sjálfstćđisleikvanginum í Windhoek, sem endranćr á föstudögum. Ţađ vildi hins vegar svo til ađ ţá var ađ fara í gang íţróttakeppni milli landa í sunnanverđri Afríku. Ţarna var fjöldi íţróttafólks ađ mćta til leiks, frá Namibíu, Suđur Afríku, Botswana og lítill, eiturhress hópur frá Lesotho. Liđiđ frá Zimbabwe ruglađi okkur dálítiđ í ríminu, en ţau mćttu á ryđgađri rútu merktri Zambíu, en viđ komumst síđan ađ ţví frá hvađa landi ţau voru. Íţróttafólkiđ söng og dansađi ţegar gengiđ var inn á völlinn og ríkti mikil stemning. Hinn afríski, seiđandi söngur er alveg einstaklega heillandi.
Viđ hlupum ţví um hverfiđ í stađinn fyrir ađ fara á hlaupabrautirnar og komum rétt mátulega á opnunarhátíđina. Ţessi frábćri kór söng fyrir alla. Fyrst kom einsöngvari sem kyrjađi: "Velkomin - viđ vonum ađ ţiđ skemmtiđ ykkur vel" nokkrum sinnum. Svo hóf kórinn upp raust sína, og ég tók sönginn upp á símann minn. ... Namibía, Namibía, Namibía... veriđ velkomin, vinir til lands hinna hugrökku..
Smelliđ á myndina hér ađ neđan af hlaupafélögum okkar til ađ heyra sönginn, sem yljađi mér svo sannarlega um hjartarćtur. Í bakgrunni má heyra fagnađarlćti og ţessi dillandi hróp sem einkenna ţau.
Viđ ţrjú vorum reyndar eina hvíta fólkiđ á svćđinu, fyrir utan einn fararstjóra. Síđan hófst íţróttakeppnin međ 100m hlaupum. Okkur varđ nú ađ orđi ađ stúlkurnar vćru ansi frjálslega vaxnar, svona miđađ viđ afreksfólk í frjálsum. Kannski vćru ţćr svona hrikalega sterkar í kastgreinum? En nokkrar af ţessum frjálslegu röđuđu sér upp viđ startlínuna, og voru nú ekki mjög sterkar í hlaupunum. Sigurvegari í fyrsta riđli átti 14,5 sek og sigurvegari í öđrum riđli 13,9 sek (skv. óvísindalegum mćlingum Udo). Ţessar tvćr voru langfyrstar, en ţćr sem ráku lestina hafa efalaust hlaupiđ á 20 sek hiđ minnsta. En allir skemmtu sér hiđ besta og mikil stemning međal áhorfenda, sem sungu og dönsuđu af kappi.
Annađ var hins vegar upp á teningnum hjá karlpeningnum, sem voru íţróttalega vaxnir frá toppi til táar, enda hljóp sigurvegarinn á 10,1 sek (aftur skv. óvísindalegum mćlingum Udo). Ég var spennt ađ sjá karlahlaupin í millivegalengdum, en varđ ađ drífa mig heim ađ undirbúa afmćli frumburđarins.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Yndisleg tónlist :)
Siva (IP-tala skráđ) 28.9.2010 kl. 22:00
Já, hún er sko alveg yndisleg, vildi ađ ţú hefđir veriđ ţarna međ mér ;)
Erla perla (IP-tala skráđ) 2.10.2010 kl. 09:18
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.