Norðrið kallar
2.10.2010 | 09:25
Maggi, Signý og Árni mættu á staðinn á miðvikudag, rétt tímanlega til að sjá fyrstu regndropana falla, loks fór að rigna eftir margra mánaða þurrk. Loftið er miklu hreinna og svo verður svo miklu léttara yfir mannlífinu þegar rigningarnar byrja. Maggi og co. lögðu svo af stað til Etosha um hádegisbilið í gær. Við erum að fara af stað í dag, en við förum saman í viku norðanferð. Hún verður væntanlega sú síðasta sem við fjölskyldan förum saman.
Þau komu hlaðin gjöfum frá Íslandi handa namibískum börnum í sveitinni og í fátækrahverfinu hér, frá gjafmildum aðilum að heiman. Nú stendur einnig til að afhenda gjafir frá Andreu til sveitaskólans í Swartbooisdrift, alveg við Angóla. Við fórum í vikunni að kaupa ritföng og skóladót, og svo kaupum við mat fyrir norðan líka.
Ég gef skýrslu þegar við snúum til baka úr ferðinni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.