Á ferð og flugi

Maggi, Signý og Árni eru komin í flug til Joburg, og fara svo þaðan til Íslands. Þau eru búin að ferðast vítt og breitt og afar sæl. 

Við fórum í viku ferð saman norður í land, þar sem Davíð var að heimsækja verkefni vítt og breitt. Hér er örlítið sýnishorn af myndum.

Þetta er algjört brotabrot enda frá miklu að segja og ótrúlegur fjöldi flottra mynda sem sitja eftir. Eins og áður sagði, þá komu Signý og Maggi hlaðin gjöfum handa fátækum, ásamt framlagi Andreu, sem við dreifðum um sveitir landsins af mikilli vandvirkni. Það skýrir boltana. Meira um það seinna.

Frá Íslandi fékk ég einnig senda bók eftir Yrsu Sigurðardóttur, til að skilja eftir í bókasafni bókaklúbbsins. Dabbi hefur tekið miklu ástfóstri við hana, og þótti því vel viðeigiandi að skilja ritverk eftir hana eftir í Afríku sem annan fulltrúa íslenskra rithöfunda. Hinn var Laxnes, en ég hef verið að lesa Brekkukotsannál á ensku, í ágætis þýðingu Magnúsar Magnússonar, kenndum við mastermind. Ég hafði ekki lesið hana síðan ég var unglingur og þótti ekki mikið til koma þá, ef ég man rétt. Núna var annað upp á teningnum, þó að hún væri nokkuð seinlesin. Ástæðan var sú að ég stóð mig að því að þýða brot úr henni aftur yfir á hið ylhýra í huganum og það tekur tíma, en lesningin er hins vegar alveg dýrðleg.

Við fjölskyldan stefnum nú niður á strönd þar sem við Dabbi hyggjumst hlaupa paraþon á morgun í Lucky Star maraþoninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband