Halloween og fleira
31.10.2010 | 09:17
Á föstudag var halloween í skólanum og svo tvö partý um eftirmiðdaginn og kvöldið hjá Bandaríkjamönnunum og alþjóðaliðinu. Hér eru litlu gaurarnir á leiðinni í skólann.
Óskar var Drakúla og Stefán kóngulóarmaðurinn. Halli var fótboltamaður, sem þýddi bara að hann neitaði að klæða sig upp og var í sömu múnderingu og vanalega. Manchester United.
Myndin er tekin á símann minn og er örlítið móðukennd, sem eykur bara á mystíkina.
Nú eru flensurnar að ganga sem aldrei fyrr, og Halli var lasinn á föstudag, en herra Drakúla er búinn að taka vaktina núna. Þeir eru reyndar bara með hita og smá slappir, svo að þeir sleppa vonandi vel. 100 krakkar í skóla í norður Namibíu voru settir í sóttkví í skólanum vegna svínaflensu, sem er að skjóta sér niður hér og þar. Þau voru ferlega veik, en tvær hjúkkur voru hjá þeim að hlúa að þeim um helgina. Helmingurinn af krökkunum í blindraskólanum fékk einnig flensuna. Fólk er með sérstakar áhyggjur hér því að margir eru viðkvæmari en ella fyrir pestum og því er allra leiða leitað til að hefta útbreiðslu flensunnar.
Ég hef verið á fullu í rannsóknarvinnu í vikunni og skrifa vettvangsnótur sem enginn sé morgundagurinn, en ég sat m.a. áhugaverðan vinnufund á föstudaginn um skilvirkni þróunarsamvinnu. Nú fer að styttast í heimferð.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:22 | Facebook
Athugasemdir
Flottir búningar á drengjunum, ég geri ráð fyrir að þeir hafi valið sjálfir, eða hvað? Óvætturinn og bjargvætturinn, skemmtileg bræðrablanda :)
Siva (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 09:54
Þeir fengu nú reyndar ekki mikið val, drengirnir, en blandan var góð. En það var skemmtilegt að fara í "trick og treat", að ganga milli húsa. Draumur sælkerans Stefáns að rætast. Geta bara gengið um og beðið fólk um nammi, og að það virki í þokkabót! Ég vona bara að hann skilji að þetta einskorðist við einn dag á ári.
Erla perla (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.