Afmælisgjöfinni komið til skila
8.11.2010 | 14:23
Fyrir þremur árum, þegar ég fór í fyrstu norðurferðina mína hér í Namibíu, ferðuðumst við ásamt Andreu og Hadda, og drengjunum þeirra þremur, Kára, Hrafnkatli og Gunnari. Þar heimsóttum við skóla við landamæri Angóla, við Swartbooisdrift. Frásögn af ferð okkar þá, má sjá á blogginu mínu hér.
Andrea, þessi öðlingur, tók á móti framlögum þegar hún hélt upp á afmælið sitt, og gaf afraksturinn til skólans og krakkanna. Það var því vel við hæfi að við færum í skólann í þessari síðustu norðurferð okkar, þar sem við komum færandi hendi. Í Windhoek fórum við í ritfangaverslun og keyptum lifandis ósköpin ölll af ritföngum og kennslubókum. Í Oshakati drekkhlóðum við bílinn með matvöru, og m.a. 50 kg. af maizmjöli. Nú er komið að þeim árstíma að skólarnir eru búnir að klára matinn sem hið opinbera hefur gefið þeim fyrir árið, svo að hart er í búi.
Svo keyrðum við sömu leiðina frá Ruacana til Swartbooisdrift, og var vegurinn nú ólíkt betri en í fyrra sinnið. Náttúrufegurðin er gífurleg, en í þetta sinnið var þurrkatími og því ólíkt um að litast. Það hafa liðið 2 og hálft ár síðan síðast, en mörg andlitin voru kunnugleg í skólanum. Krakkarnir tóku síðan lagið fyrir okkur í þakkarskyni. Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni, krakkarnir voru svo ósköp ljúf og stillt þar sem þau stilltu sér stolt upp með gjafirnar. Hér eru nokkar myndir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.