Ísland í fréttum

Ég var að koma frá sjónvarpinu þar sem NBC, ríkisfréttastöðin var með frétt frá athöfn þar sem ICEIDA var að færa Kunene héraði 33 vatnsból. Fréttin byrjaði á glæsilegum prófíl Dabba og Franks borunarmanns (sem er galdrakarl á sviði vatnsmála) og fullt af sofandi Himbum undir ræðu vararáðherrans.

Svo kom Villi að þruma yfir þeim með að vera vakandi yfir sólarpanelunum, og kom mjög vel út í mynd. Loks kom ráðherrann og þá kom pólitíkin inn í þetta. Ísland var mært fyrir að veita þyrstum vatn og að vinna gegn fátækt í sveitahéruðum. Í horninu er ætíð tákmálsfréttaþulur fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta, eitthvað sem við höfum ekki náð að taka upp á Íslandi en Namibía og Botswana gera með sóma.

Á atöfninni voru headmen allra vatnsbólanna og þeir dönsuðu til að halda upp á atburðinn sem óðir væru í tvo til þrjá tíma. Ég var niðri í ráðuneyti í dag og allir voru himinglaðir með athöfnina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært!

Vona að þið séuð ánægð með ykkar þátt í þessu stórvirki :)

Siva (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband