Undirbúningur undir Namibíuferð
26.3.2008 | 15:01
Ekki var nú mikill fyrirvari fyrir flutningana til Namibíu og að mörgu að huga. Við fórum í sprautur, gengum frá húsinu, fórum í læknisskoðun, til Gulla tannlæknis og reyndum að hitta sem flesta til að kveðja með virktum. Svo kom auðvitað hún Gudda meistaraklippari og snyrti höfuðið á öllum fjölskyldumeðlimum til að við yrðum snyrtileg til höfuðsins í nýrri heimsálfu.
Nú eru allir orðnir flottir um hárið og spenntir fyrir að fara í flugvélina.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.