Í Namibíu kaupir þú ekki Toyota handa sjálfum þér..
1.4.2008 | 20:11
Bílakaupin gengu ekki þrautalaust fyrir sig. Við ákváðum að kaupa átta manna bíl, til að rýma alla fjölskyldunna, svo að hringurinn fyrir frúarbílinn þrengdist aðeins niður. Við skoðuðum Toyota bíl og svo eldri Mazda. Bílasalinn bar Toyota vel söguna, sagði að þeir reyndust vel í Namibíu, en það eina væri að þeir væru einnig vinsælir hjá bílaþjófum því að þeir væru sérstaklega góðir í endursölu. Hér myndirðu ekki kaupa Toyota handa sjálfum þér, heldur handa einhverjum öðrum!
Við vorum ekkert sérstaklega hrifin af henni heldur og vildum frekar festa kaup á möstunni (hvernig á eiginlega að skrifa þetta??). Dabbi var búinn að biðja bílasalann að halda henni til hádegis dag einn og við mættum rétt fyrir hádegi til að klára dæmið. Þá kom upp úr dúrnum að annar bílasali var búinn að selja bílinn og við vorum að vonum súr. Ekki voru kaupin alveg frágengin og kaupandinn mætti svo á svæðið og var ákaflega stressaður yfir þessu öllu saman. Hann hafði verið að safna peningum í heila viku og að frúin væri núna í bankanum að ná í restina, það gekk svo langt að hann kraup á kné og sagði við Dabba greyjið "please, please mister let me buy the car". Dabbi er náttúrulega þessi mjúki maður og datt ekki í hug að hrifsa draumabílinn af manngreyjinu sem hafði haft svo mikið fyrir þessu öllu. Við eftirlétum honum því bílinn.
Næstu viku hringdi Vilhelm bílasali hins vegar og enn var bílinn ekki seldur svo að okkur bauðst hann. Það tók viku að ganga frá kaupunum, interpol þurfti að athuga hvort að hann væri nokkuð stolinn (hann er innfluttur frá Singapore), þurfti að setja hann á númer og alls konar pappírsvinnu. Dabbi var náttúrulega á eftir Vilhelm bílasala að hraða ferlinu svo að ég gæti nú farið að nota bílinn. Þetta var afar stressandi fyrir aumingja Vilhelm, og endaði á því að karlgreyjið lamaðist í helmingnum í andlitinu. Læknirinn hans sagði að þetta væri bara stress og að hann þyrfti á hvíld að halda. Vonandi fær hann sér frí eftir að hafa selt blessaðan bílinn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ elsku snúllurnar mínar,
mikið er ég búin að hugsa til ykkar - en aðeins fengið fréttir.....mamma þín Erla sagði mér svo í dag að þú værir farin að blogga - þannig að ég ákvað að kíkja á það.........og senda smá línu......
.......hérna gengur allt sinn vanagang.....skólinn klárast 9.maí hjá mér og þá fer ég að vinna hjá skólanum.....og Nemendagörðunum - hlakka bara til - verður fínt að vera hérna í sumar....
ég sé að ferðin hefur gengið að óskum - ef frá er talið óhappið hjá Óskari - mamma þín var búin að segja mér frá því.....vona að þið hafið það gott þarna í sólinni og FLUGUNUM - heheh ein að öfundast.......
heyrðu mig langar hrikalega til að stefna að því að koma í heimsókn til ykkar - veit ekki alveg hvenær - eða hver ætlar að borga brúsann - en það væri agalega gaman - fyrst maður þekkir nú fólk í Afríku!!!!
jæja - sendu mér endilega línu við tækifæri - ég held að emailið mitt og bloggsíðan komi fram hérna
knús og risastórar kremjur frá mér og pottþétt Guddu hárgreiðslumeistar líka!!!!
Ása Dóra
Ása Dóra (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 23:57
Drepfyndin saga haha gaman að lesa frá ykkur vertu nú dugleg að setja inn myndir kv Þórdís
Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 09:31
thíhí....þið verðið nú að fara varlega að fólki, ekki viljum við að helmingur Namibíu-búa verði hálf-lamaðir eftir dvöl ykkar ytra...hehe...knús og kremjur
Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 3.4.2008 kl. 11:45
Erla mín. Gætirðu ekki gerst manager hjá bílasalanum? Held að hann þurfi á konu eins og þér að halda til að flækja ekki málin um of fyrir sér.
Ástarkveðja
Harpa skarpa
Harpa og gengið (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.