Afmæli 9. apríl
13.4.2008 | 08:19
Óskar átti afmæli í vikunni og það var mikill spenningur. Hann tók upp pakka um morguninn og fékk m.a. hjól frá mömmu og pabba. Stefán fékk líka lítið plasthjól og nú þeytast þeir um á tveimur hjólum og einum litlum plastbíl sem var tekinn með frá Íslandi.
Halli hafði sérvalið bolta handa honum (svo reyndar sparkaði Dabbi honum óvart í gaddavírinn sem er á veggnum utan um lóðina okkar í gær og hann sprakk). Ég keypti batman köku sem fór á leikskólann, og svo tóku Óskar og Halli til nammi og dót í poka sem Óskar gaf krökkunum á deildinni sinni. Þau voru ákaflega hrifin af kökunni og svo var afmælisveisla þar sem allir fengu köku. Þau eru að læra um ávexti í leikskólanum þessa dagana og í tengslum við það var farið í ferð á ávaxta- og grænmetismarkaðinn þennan sama dag.
Ömmurnar keyptu leiktæki í garðinn fyrir prinsana, sem hafa vakið mikla lukku.
Um kvöldið vorum við með pitsupartý fyrir Rúnar Atla og c.o. sem komu færandi hendi og gáfu Óskari þennan forláta pleimóbíl, sem hann hafði svo með sér í rúmið um kvöldið.
Óskar fékk Barney (sem hann kallar afa Bjarna) afmælisköku.
Afmælisbarnið hafði verið svo spennt að hann náði ekki að sofa miðdegis, og því sofnaði hann í sófanum áður en partýinu lauk. Hann vaknaði þó reyndar sprækur þegar hann átti að fara í rúmið og vildi fá að hitta Rúnar Atla vin sinn. Reyndar hafði hann einnig heimtað að bjóða Tindi vini sínum í afmælisboðið, en það reyndist ekki gjörlegt vegna fjarlægðar.
Hér er afmælisbarnið sofandi og Rúnar og Halli að látast.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
HÆ kæri Óskar og fjölskylda í Afríku
Til hamingju með afmælið (þú fékkst vonandi kveðjuna sem við sendum á rétta deginum líka). Ég hefði ekkert smá viljað vera í afmælinu þínu og fá afa Bjarna köku og kannski líka Batman kökuna. Þetta eru ekkert smá ótrúlega töff kökur sem þú fékkst. Ég er sko líka búinn að fá hjól en mamma og pabbi eiga sko eftir að kaupa hjálparadekk. Þá ætla ég að hjóla mjög hratt.
Ég er sko mjög mikið alltaf að æfa mig að gera fimleikaæfingar núna. Ég er sko ótrúlega góður í að standa á einum fæti og standa á höndum. Ég er líka alltaf að æfa mig í fótbolta og get sparkað mjög hátt og langt. Orri getur ekki sparkað eins langt og hann kann ekki að standa á höndum.
Okkur langar rosa rosa rosa rosa að koma í heimsókn til ykkar. Okkur langar að sjá öll dýrin og skoða öll ávaxtatrén. Það finnst okkur ótrúlega spennandi. Við komum ekki alveg strax en komum áður en þið flytjið til Íslands.
Tindur vinur þinn með aðstoð móður
Tindur og fjölskylda (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 13:53
Hæ vinur minn Tindur
Ég hjóla mikið hratt á hjólinu mínu. Stebbi á líka hjól. Nú er ég farinn að æfa mig að gera fimleikaæfingar líka. Ég kann líka fótbolta.
Þegar þú kemur förum við að skoða ljónin saman. Það er rosalega gaman að fá kveðjur frá þér. Þú ert vinur minn.
Bless, bless,
Óskar (með aðstoð móðurinnar)
Óskar Víkingur (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 07:07
Hæ elsku Óskar!!!
Innilega til hamingju með afmælið þann 9.apríl........knús og kossar frá Ásu þinni
Ása Dóra (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.