Með öryggið á oddinn..
16.4.2008 | 07:22
Nú er kominn tími fyrir nokkrar línur úr suðrinu. Hér er misskipting auðsins mikil og hluti af hvíta samfélaginu sem lifir eins og blóm í eggi í fínum húsum á meðan flestir eru í fátækrahverfum og búa í bárujárnskofum.
Húsin hér eru vel varin með þjófavarnarkerfum og gaddavír og rafmagnsgirðingum og fleiru. Eiginlega brynvarin. Og samt hef ég ekki lesið neitt um að hér séu innbrot algengari en gerist og gengur annars staðar. Hins vegar las ég að þessar gaddagirðingar hefðu tíðkast lengi í Suður Afríku og fyrst og fremst vegna áhrifa þaðan hefðu þær verið teknar upp hér í borginni. (verð að taka fram að þetta er reyndar svipað í öðrum borgum Afríku, svo að ég læt liggja milli hluta hvaðan þessi praktík kemur). Dabbi og Halli eru búnir að sprengja þrjá bolta á gaddavírnum sem er utanum garðinn okkar. Ekki er gaddavírinn alslæmur, því að hún Leia er skapandi þegar klemmurnar á þvottasnúrunum eru búnar, og þá hengir hún sokka og nærföt á gaddavírinn til að þurrka þau í sólinni.
Mörg heimili hafa líka varðhunda og um páskana þegar margir lögðust í ferðalög út úr bænum, þá var vart hægt að sofa fyrir hávaða því að hundarnir kölluðust á í samfelldri sinfóníu gelts um alla borg.
Við komum með barnabílstóla að heiman, enda ekki lögbundið að vera með börn í bílstólum, að mér skilst. Börn eru oft laus og liðug og jafnvel uppi á palli, en margir ferðast á pallbílum og með fjölda manns aftaná. Herdís Storgaard yrði í samfelldu áfalli ef hún væri hér í umferðinni. Meira um umferðina síðar..
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæl og blessuð!
Skrifaði langa kveðju í gestabókina sem ekki vistaðist og get ómögulega skáldað hana upp aftur! Hér eru helstu atriði:
Vona að ykkur líði sem allra best!
Kveðja, Hanna
Hanna (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 10:40
Hæ, skvís
Haha, þú ert eins og ég, það vistast bara ekki nema endrum og eins. Sama hér, ég gafst eiginlega upp á facebook, það var allt of mikið að gerast. Gaman að heyra í þér. Mér varð einmitt hugsað til þín í nótt sem leið, svo að ég hef efalaust sent þér hugskeyti. Allir eru að venjast pöddunum hér á bæ, sem eru reyndar ekki svo miklar eða margar. Óskar er duglegastur við þær, sem felst helst í því að hann drepur þær. Síðast í morgun drap hann könguló í stiganum inni, sem betur fer með skónum sínum, en hann hafði burðast til að fara að kremja hana með höndunum og það fannst mér ekki geðslegt. Þessar eru stórar og fallegar, og fara mjög hratt yfir. Dabbi vill hafa köngulær í kringum sig, en ég síður. Það varð smá rimma milli okkar í gærkveldi þegar það var ein í svefnherberginu okkar, sem endaði sem stór klessa á veggnum. Dabbi neitaði að drepa hana fyrir mig, svo ég varð að sjá um það. Til hvers að eiga eiginmenn, ég bara spyr?
Heyri í þér síðar,
kv.
eh
Erla perla (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 11:16
Datt þessi sýn í hug Erla, víst er að munurin er mikill, sérstaklega þegar maður ber saman við Svíþjóð t.d. þar sem liggur við að fólk beri hjálma í gönguferðum, gott að heyra annars að allt gengur vel
http://bp3.blogger.com/_hCdruX_bTEA/R8gP9sNbNQI/AAAAAAAAA50/xwhJszNxwCM/s1600-h/Kairo+Ingveldur+og+Simmi+339.jpg
Brynja (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 07:25
Já, þetta er almennilegt. Og konugreyjið náttúrulega í pilsi og getur ekki setið klofvega, heldur situr eins og í söðli! Það má nú aðeins á milli vera, eða hvað? Ég skal svo fara að taka einhverjar mannlífsmyndir fljótlega og sýna bílpalla og þess háttar..
Erla perla (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 14:10
Bíð alltaf spennt eftir að heyra frá þér og þínum þarna í hinni svörtustu Afríku hehe.. mikið væri nú gaman að skella sér til ykkar og sjá hvað þið eruð að upplifa. Eiginmenn eru algjörleg til þess gerðir að drepa köngulær og ég myndi sjálfsagt fá flog ef ég sæi eina stóra trítla um grrrr öfunda þig ekki af því get ég sagt þér. Gaman að sjá myndir hjá ykkur vertu dugleg að taka og endilega taktu nú af húsinu ykkar og umhverfinu svo maður sjái hvað þið búið við. Kreist og knús Þórdís
Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 15:06
Blessuð Erla, mikið er gaman að lesa um ykkur þarna í Namebíu sem virðist líkjast Egyptalandi að mörgu leiti; mikinn mismun á fátækum og ríkum, umferðarmenning og bílbelta/stóla menning, risa skordýr og fleira.
Hlakka til að lesa áfram
kveðjur og kossar til ykkar
Rósa Rut
Rósa Rut (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 09:29
Sæl Erla mín, mjög skemmtileg lesning, frábært að fá að fylgjast með ykkur! Væri nú gaman ef þú setti eina mynd eða svo á síðuna af þessum skemmtilegum kóngulógum sem Dabbi vill ekki drepa
Bestu kveðjur, Bobbie
Bobbie (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.