Braai á laugardegi

 

Dabbi braai meistari

 Við grilluðum upp á namibískan máta í hádeginu á laugardaginn var. Við erum komin á fætur svo snemma, þeir fyrstu kl. hálf sex, svo að morguninn verður ansi drjúgur. Við ákváðum því að skella á grillið í hádeginu í stað þess að geyma það til kvölds. Klukkan hálf tíu var því kveikt upp í viðnum, en úr honum eru gerð kol sem svo er grillað á, svo að þetta ferli tekur tímana tvo. Þetta heitir braai, sem kemur úr afrikaans, en hægt er að lesa um þetta allt saman á wikipedia, sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Braai  

 

Hér er Dabbi braaier, grillmeistarinn að kveikja upp í kolunum.

 

 

   

Kjöt á grillinu

 Svo, tveimur tímum seinna er kjötið komið á grillið. Hér er dæmigert kjötmeti á grillinu. Þar ber fyrst að nefna porkbellies, sem fara mjög vel með bragðlaukana, en ekki eins vel með línurnar. Dabbi talaði mikið um porkbellies þegar hann kom frá Namibíu um árið, og nú er ég alveg jafn upprifin yfir þessu feitmeti. Svo eru náttúrulega boerewors, eða búapylsa, sem komu fyrst frá Hollandi fyrir 200 árum. Hér er negull og múskat áberandi í kryddinu, og einnig í þessum pylsum. Þær eru ljúffengar og renna vel niður í drengina. Svo eru einnig nokkrar góðar nautasteikur, þannig að allir finna eitthvað við sitt hæfi. 

 

 

Sest að snæðingi

 Kjötið kaupi ég hjá slátraranum á horninu, þar sem kjötið er afbragðsgott, en einnig ódýrt. Þetta kostaði allt saman um 700 kr. íslenskar.  

Svo var náttúrulega sest að snæðingi úti undir beru lofti. Stefán fékk þennan forláta barnastól um daginn sem hann situr í á myndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað mig langar að kíkja í eftirmiddags eða hádegisheimsókn til ykkar. Er ekki að fíla fjarlægðina frá Ísl til Nam.

 Erum sko alltaf á leiðinni að koma okkur á skypið en það er lítið um framkvæmdir. 

 Sumarkveðjur

Harpa og fjölskylda (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 23:40

2 identicon

Það er alltaf svo gaman að skoða myndir af ykkur. Manni finnst þið bara vera hér nálægt en það er nú öðru nær. En hver veit nema ævintýraþráin kalli í mann og maður skelli sér til ykkar.

Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 08:53

3 identicon

Hæ Erla, ein spurning... virkar gamla netfangið þitt? Vill senda þér smá póst

Kær kveðja, Bobbie

Bobbie (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 12:18

4 identicon

Hæ, skvísa, gaman að fá línur frá þér á blogginu. Gamla netfangið mitt hefur ekki virkað síðan ég kom, og allt í rugli með það. Nota háskólapóstinn minn núna, ehh6@hi.is, endilega sendu mér línu, var einmitt að senda Særúnu (loksins), en mér virðist ég hafa verið úti svo lengi, en svo er það ekki einu sinni 2 mánuðir! Vona að allt gangi vel, ástarkveðjur, eh.

Erla perla (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 14:40

5 Smámynd: Arnheiður Fanney Magnúsdóttir

dí fæ vatn í munninn.....hum 700 kall...hvað ætli ss-pylsupakki kosti núorðið   æi njótið lifsins elskurnar....

Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 1.5.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband