Labbitúr í Dan Viljoen
1.5.2008 | 19:25
Nú er löng helgi framundan hjá okkur. Strákarnir eru í fríi frá skóla og leikskóla frá fimmtudegi fram á ţriđjudag. Í morgun skruppum viđ ađeins út fyrir borgina til ađ fá okkur labbitúr í náttúrunni. Viđ settum sólhattana, sólarvörnina, djús og snakk í bakpokann og héldum í Dan Viljoen game park. Hann er um 20 km. fyrir utan borgina.
Ţar fórum viđ í göngutúr um uppţornađan árfarveg, hér eru strákarnir ađ taka pásu frá göngunni.
Svo tókum viđ náttúrulega nestispásu líka, drukkum djúsiđ og fengum okkur kex og snakk.
Síđan fórum viđ í bíltúr um svćđiđ og sáum apa, gíraffa, springboek og wildebeest sem starđi furđu lostiđ á ferđalangana frá Íslandi. Svćđiđ er stutt frá borginni og á stöku stađ er hiđ besta útsýni yfir borgina eins og sjá má ef rýnt er vel í myndina.
Ađ lokum stoppuđum viđ á útivistarsvćđinu ţar sem fyrirtaks ađstađa er til ađ borđa nesti, grilla og fyrir börnin ađ teygja ađeins úr sér. Ţarna er Stefán ađ prófa hvađ borđin eru traust.
Á morgun ćtlum viđ ađ halda niđur á strönd og vera tvo daga í Swakopmund. Allir hlakka mikiđ til ađ sjá sjóinn og fá ađ dýfa tánum í Atlantshafiđ.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:30 | Facebook
Athugasemdir
Mađur er alltaf dreymandi á svip ţegar mađur les bloggiđ ţitt, hljómar allt svoooo draumkennt og notalegt :o).
Arnheiđur Fanney Magnúsdóttir, 4.5.2008 kl. 09:29
Ţađ er gaman ađ lesa bloggiđ hans Halla og sjá hans sýn á "nýja" lífiđ :o)
Arnheiđur Fanney Magnúsdóttir, 4.5.2008 kl. 09:32
Mig langar til ţín í svona skemmtiferđ dreymi dreymi....
Ţórdís Arnardóttir (IP-tala skráđ) 6.5.2008 kl. 16:54
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.