Strandlífið í Swakopmund

Í sjónum 2
Þá var haldið á ströndina á föstudaginn, til Swakopmund, sem er í þriggja tíma keyrslu í vesturátt frá Windhoek. Landslagið er mjög fjölbreytt, og er farið úr grónu fjalllendi í gegnum eyðimörk þegar maður nálgast ströndina. Hér eru víðáttur miklar, sem hentar íslenskum smekk. Ég gat ekki varist þeirri hugsun að gaman væri að spretta þarna úr spori á góðum hesti. Barnatónlist og leikrit eru spiluð í bílnum til að stytta stundir, og það var dálítið súrrealískt að þeysast í gegnum eyðimörkina í bifreið með ríðum heim til Hóla sem hljómaði í tækinu.



 
Stiklað á stóru
Swakopmund er mun stærri bær en ég hafði gert mér í hugarlund, en það eru margir sem eiga þar heilsárshús og þau standa því auð einhvern hluta ársins. 

Atlantshafið er svellkalt allt árið um kring, en Halli lét sig ekkert um það muna og lék sér í öldunum. Óskar fór aðeins út í líka, sem og Stefán sem bleytti sig aðeins, þó að það hefði nú ekki verið gert með ásetningi. 


Hér er Óskar að leika sér á stiklum upp að einu húsanna við ströndina.
 

Á bryggjunni í Swakopmund
Það er mikið mistur við ströndina fram eftir morgni, sem hádegissólin rekur svo í burtu. Það er því dimmt yfir framanaf. Hér eru félagarnir Dabbi og Óskar á bryggjunni.










Sandkastali í Swakopmund
 Svo var náttúrulega leikið í sandinum og byggðir kastalar, Halli lék fótbolta við föður sinn í flæðarmálinu á meðan.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Stefán í sandinum
 
 
Stebbi stóð á ströndu og það var stuð!
 
 
 
 
 
 
 
Nú er Dabbi farinn í nokkurra daga vinnuferð norður í land og lífið gengur sinn vanagang hjá okkur hinum Ég vinn inn á milli þess sem ég sinni drengjunum sem voru bara ánægðir að byrja í skóla og leikskóla eftir þessa góðu pásu.
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Erla mín.Takk fyrir fréttirnar og myndirnar.'Otrúlega gaman og gefandi að heyra af ykkur og sjá myndir.'Islenska vorið er að koma inn og þó nokkuð síðan lóan mætti.Það styttist í skólalok og ætla ég að bregða mér til Kaupmannahafnar 13.júní.

                                    Kossar og kveðjur Margrét á Sofavegi sbr.framburði 'Oskars

Margret (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:30

2 identicon

Sæl veri fjölskyldan.  Það er frábært að fá tækifæri til að fylgjast með ykkur hér á blogginu þínu, Erla perla.  Svo er yndislegt að sjá myndir af strákunum(og ykkur hjónum auðvitað), hvernig þeir breytast og stækka.  Já nú er vorið komið á Íslandi, það er suddi og þoka og maður sér runnana taka við sér, alveg yndislegt.  Kv, Paloma

Paloma (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 20:19

3 identicon

Fór í sund í morgun í sólinni og naut þess að finna íslenska vorið leika um mig. Reyndar búið að rigna svolítið en það er heitt og notarlegt svo ég kvarta ekki. Hugsa til þín skvísa hafðu það nú gott kv Þórdís

Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 09:25

4 identicon

Hæ Erla perla, gaman að sjá myndir frá ströndinni og sjá að þið blómstrið öll. Bkv. Linda

Berglind Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband