Af kóngulóm og kvikindum


kónguló
Hér er eintakið sem nú er uppi á svefnherbergisvegg (ég set þessa mynd inn sérstaklega fyrir þig, Bobbie!).
 
Það hefur allt verið vaðandi í kóngulóm upp á síðkastið. Dabbi þykist vera svalur og vildi ekkert vera að drepa þær því að þær drepa önnur kvikindi hér innan húss. Hann varð nú ekkert hrifinn þegar ein var að skríða á honum þar sem hann sat í sófanum í stofunni og svo var þetta farið að keyra um þverbak því þær voru inn um alla skápa og manni dauðbrá við að finna þær hér og þar.

Óskar hefur verið mjög duglegur við að murka lífið úr þeim, en gallinn er að þær eru ákaflega snöggar enda komst ég að því eftir rannsóknir á netinu að þær gera sér ekki vef til að afla sér matar, heldur elta fórnarlömbin uppi og stökkva á þau. Það passaði einmitt við snerpuna á þessum kvikindum. Reyndar venjast þær og maður er hættur að kippa sér upp við að sjá þær.

Nú er Halli búinn að vera að læra um lindýr í skólanum og er búinn að greina þessa tegund sem hann telur vera the common house spider. Og alveg pottþétt eitruð. Pottþétt.
 
Ég stóla nú reyndar á frekar á hana Leju, sem segir að þessar geti ekki bitið mann nema að þær verði þeim mun stærri. Mér finnst þessar nú reyndar nógu stórar. Leja hins vegar fann eina sem henni leist ekki á úti í guavatrénu við snúrurnar. Sú átti að vera eitruð, en fannst svo ekki aftur þegar til átti að taka. Við sýnum bara aðgát.
 
Leja er útsjónarsöm þegar kemur að því að fæða fjölskylduna, og fær einmitt guava af trénu með sér heim þegar þau hafa náð þroska. Hún er í samkeppni við þessa líka hlussufugla, sem eru gráir að lit og með brúsk upp af hausnum. Maggi frændi getur greint þá þegar hann kemur í heimsókn. Þeir amra eins og lítil börn þarna í trénu þegar síst varir svo manni dauðbregður. Og éta ávextina hennar Leju. Hún er heldur ekki mjög hrifin af fuglunum, hefur ekki beint hallmælt þeim en sagði...ooooh, that´s a biig bird..
 
Svo hefur hún líka farið heim með poka fullan af límónum af límónutrénu, sykur í poka og tómar djúsflöskur frá strákunum, til að gefa litla stráknum sínum límónaði. 
 
Nú er aðeins farið að kólna og ekkert hefur borið á stóru maurunum í stofunni (kannski eru kóngulærnar að vinna vinnuna sína), en þessir litlu eru alltaf jafn hressir. Stebbi var að dandalast með afgang af nestinu sínu í boxi sem hann skildi eftir inni í herbergi og eftir aðeins smátíma var það orðið iðandi af maurum sem voru farnir að gæða sér á brauðinu og salami. Þetta venst bara og maður er ekki að skilja eftir mat um húsið. Nú virðast allar moskítóflugurnar vera horfnar á brott þessa síðustu vikuna og við fullorðna fólkið verulega ánægð með það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki hvort ég myndi sofa róleg með þessi kvikindi nálægt mér jakkk...

Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 11:03

2 identicon

Blessuð Erla mín,

stórskemmtilegt að lesa bloggið þitt :)  Þegar þú minnist á maurana, mannstu á sjúkrahúsinu hjá Stjána í útskriftarferðinni okkar úr MA?  Á klósettsetunni og allsstaðar ... horror!

Hafið það gott og enn og aftur takk fyrir bloggið :)

Siva (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband