Kátir krakkar

Sætir krakkar

Við fjölskyldan höfðum það náðugt yfir evróvision í gærkveldi, Óskar rétt náði íslenska framlaginu áður en hann datt út. Við náðum evróvision á portúgalskri stöð, en svo var útsendingin bara búin eftir að flutningi laganna var lokið, svo að það leit út fyrir að við myndum ekki ná stigagjöfinni, sem er nú skemmtilegasti hlutinn, ekki síst fyrir Halla sem er mjög kappsfullur. Við náðum svo að fara inn á gríska stöð þar sem útsending var frá stigagjöfinni og það var stemmning að heyra í grísku þulunum þegar Grikkirnir voru að fá sín stig. Trúlega ekki eins fjörlegt í íslensku útsendingunni.

 

 

Kátir krakkar

Heimilisfaðirinn er kominn aftur með myndir í farteskinu sem ég ætla að deila með ykkur. Hann var í vinnuferð í norðaustur Namibíu í síðustu viku, að skoða leikskólamál á svæðinu því hann er að vinna verkefni í þeim geira. Ríkið kostar menntun grunnskólabarna, en ekki leikskóla og því eru þróunarsamvinnustofnanir og sjálfstæðar hjálparstofnanir að vinna mikið í þeim geira hér. Þau eru mörg sæt krakkarnir hér í landi.  

 

Svo verða þau ákaflega kát þegar þau fá að sjá mynd af þeim sjálfum í myndavélinni, það vekur alltaf kátínu.

Flottur gaurHér er t.d. einn rosalega flottur lítill gaur. Það er mjög erfitt að segja til um aldur krakka, en þau eru vanalega mun smágerðari en íslensku hraustleikabörnin sem við erum vön.















Leikið í sandinum
Svo er náttúrulega leikið í sandinum.












Fótbolti á fullu

Ef þið rýnið vel í þessa mynd, má sjá krakka við fótboltaiðkun. Hægt er að stækka myndina með því að klikka á hana.

 

 

 

 

 

 

Flott þak?

Fólk býr annað hvort í bárujárnskofum, þ.e. það sem er betur sett eða í kofum úr trjágreinum. Hér hefur einhver bætt um betur og gert svona voða fínt þak úr klifurjurtum.

 

 

 

 

 

Leikskóli undir beru

Aðstaðan í leikskólum er mjög mismunandi, hér er einn leikskóli sem er úti undir beru lofti, en þó í skugga undir tré.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnheiður Fanney Magnúsdóttir

Flottar myndir, við krakkarnir vorum að skoða þær saman þeim fannst leikskólinn "´skrýtinn" og þau spurðu hvort að þið byggjuð núna í svona húsi eins og er á myndinni? Nei ég gerði nú ekki ráð fyrir því þar sem þau væru fátæk en þið ekki...þetta verður sko lærdómsríkur tími sem þið fjölskyldan munið búa að í framtíðinni.

Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 26.5.2008 kl. 09:38

2 identicon

hæ hæ

Anna (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 15:51

3 identicon

Flottar myndir, gaman að fylgjast með ykkur.

Linda (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 21:33

4 identicon

Sæl og blessuð öll saman........

 hrikalega er gaman að fylgjast með ykkur, ég hef reyndar ekki kíkt núna í smá tíma - en þeim mun skemmtilegra að sjá nýju færslurnar.......

agalega er erfitt að ímynda sér lífið í Afríku.......bæði þegar maður les lýsingar þínar hérna inni, en svo hlustaði ég einmitt á Sunnudagskvöld með Evu Maríu í gær, þar sem Þórunn Helgadóttir sem starfar með abc barnahjálpinni í Kenía, lýsti því hvernig hún endaði í Afríku (hérna er vefupptaka af viðtalinu http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4360036). 

Það er ekki laust við að maður skammist sín fyrir allt bruðlið hérna á Fróninu........væri hollt fyrir alla (kannski ekki síst stóru kallana á range roverunum) að fara eina ferð í fátækrahverfi í Afríku og upplifa lífið þar........

ég vona allavega að ég nái að öngla fyrir ferð til ykkar, kannski bara spurning um að ákveða það bara.......

 hafið það sem allra best öll saman - frábært að sjá hvað strákarnir stækka og greinilegt að ykkur líður vel,

 kv. Ása Dóra

Ása Dóra (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband