Komin heim!

Við skriðum heim úr ferðinni okkar í gær við sólarlagsbil, fegin að hafa lagt alla þessa kílómetra að baki, sem eru rúmlega 2000 talsins. Allir stóðu sig ótrúlega vel í ferðinni, stórir sem smáir og ferðin gekk vel í alla staði. Við fórum alla leið upp að landamærum Angóla, skröltum þar meðfram Kunene ánni í jeppunum á vegum sem minntu á íslenska fjallavegi og fögnuðum 17 júní með viðeigandi hætti þar sem við snæddum morgunverð með útsýni yfir ána. 

17 júní

Andrea var auðvitað svo forsjál að koma með fána í tilefni dagsins. Ég læt eina mynd fylgja með, en verð svo að koma ferðasögunni að í bútum því að við sáum svo margt áhugavert að það er engan veginn hægt að koma því öllu að svona í snarheitum.

Við sáum og upplifðum ótrúlega hluti, vonandi kem ég einhverju hérna inn á bloggið fljótlega. Á morgun verður svo lagt aftur af stað í suðurátt þar sem við erum að fara að skoða Sossousvlei sem hefur að geyma hæstu sandöldur í heimi.

Nú er doktorinn úti á verönd með Andreu og Hadda að reyna að sannfæra þau um að ferð í næturklúbbana í fátækrahverfinu sé nauðsynleg upplifun í kvöld. Ég held að þau séu ekki á leiðinni á djammið en hins vegar er ætlunin að skoða aðeins borgina. Þau fóru á búgarð utan við borgina í dag með drengina þar sem villt dýr eru í aðlögun til að koma þeim út í náttúruna aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þessi 17. júní mynd lúkkar fullkomlega. Þetta er geggjað og ég hlakka mikið til að fá að heyra meira. Þið eruð náttúrulega að massa þetta allt upp á þeim mettíma sem ykkur er skammtaður.

Luv 

Harpíta

Harpa á Bugðulæk (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Arnheiður Fanney Magnúsdóttir

kvitt kvitt... bíð spennt eftir fleiri sögum;o)

Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 21.6.2008 kl. 19:35

3 identicon

Hæ og hó.

Gaman að sjá íslenska fánann blakta á afrískri grund. Ég er búin að finna upp tækni til að hugsa ekki um strákana, get orðið lokað fyrir hugsunina - ég sakna þeirra svo mikið.

Kveðja úr sveitinni á Sámsstaðabakka

Amma Hrafna (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband