Komin heim!
20.6.2008 | 15:14
Við skriðum heim úr ferðinni okkar í gær við sólarlagsbil, fegin að hafa lagt alla þessa kílómetra að baki, sem eru rúmlega 2000 talsins. Allir stóðu sig ótrúlega vel í ferðinni, stórir sem smáir og ferðin gekk vel í alla staði. Við fórum alla leið upp að landamærum Angóla, skröltum þar meðfram Kunene ánni í jeppunum á vegum sem minntu á íslenska fjallavegi og fögnuðum 17 júní með viðeigandi hætti þar sem við snæddum morgunverð með útsýni yfir ána.
Andrea var auðvitað svo forsjál að koma með fána í tilefni dagsins. Ég læt eina mynd fylgja með, en verð svo að koma ferðasögunni að í bútum því að við sáum svo margt áhugavert að það er engan veginn hægt að koma því öllu að svona í snarheitum.
Við sáum og upplifðum ótrúlega hluti, vonandi kem ég einhverju hérna inn á bloggið fljótlega. Á morgun verður svo lagt aftur af stað í suðurátt þar sem við erum að fara að skoða Sossousvlei sem hefur að geyma hæstu sandöldur í heimi.
Nú er doktorinn úti á verönd með Andreu og Hadda að reyna að sannfæra þau um að ferð í næturklúbbana í fátækrahverfinu sé nauðsynleg upplifun í kvöld. Ég held að þau séu ekki á leiðinni á djammið en hins vegar er ætlunin að skoða aðeins borgina. Þau fóru á búgarð utan við borgina í dag með drengina þar sem villt dýr eru í aðlögun til að koma þeim út í náttúruna aftur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vá hvað þessi 17. júní mynd lúkkar fullkomlega. Þetta er geggjað og ég hlakka mikið til að fá að heyra meira. Þið eruð náttúrulega að massa þetta allt upp á þeim mettíma sem ykkur er skammtaður.
Luv
Harpíta
Harpa á Bugðulæk (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 15:26
kvitt kvitt... bíð spennt eftir fleiri sögum;o)
Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 21.6.2008 kl. 19:35
Hæ og hó.
Gaman að sjá íslenska fánann blakta á afrískri grund. Ég er búin að finna upp tækni til að hugsa ekki um strákana, get orðið lokað fyrir hugsunina - ég sakna þeirra svo mikið.
Kveðja úr sveitinni á Sámsstaðabakka
Amma Hrafna (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.