Fuglarnir flognir

Nú eru fuglarnir flognir norður á bóginn. Andrea, Haddi, Kári, Hrafnkell og Gunnar fóru í íslandsflugið í kvöld ásamt Halla.

Nú er dauflegt hjá okkur og við erum strax farin að sakna þessara góðu gesta, enda eru þetta búnar að vera frábærar tvær vikur. Eldri strákarnir, Kári, Hrafnkell og Halli sváfu allir í Halla herbergi og núna er ansi tómlegt að líta þangað inn. Hins vegar verður örugglega mikið fjör hjá Halla heima á Íslandi, en hann byrjar á Eyjamótinu og svo er náttúrulega að njóta samverunnar við vini og fjölskyldu.

Dagurinn var rólegur og góður, Óskar og Stefán fóru í leikskólann í morgun og við Andrea fórum í verslanir. Við snæddum svo sushi og rammíslenskan grjónagraut í hádeginu og seinni partinn keyrði Dabbi þau öll út á flugvöll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elsku kæru vinir

 Vá hvað ég hefði viljað vera þarna með ykkur í góðum gír. Það er nú sannarlega gert ráð fyrir að sú spá muni rætast.  Þó ekki öruggt að allt þetta góða fólk verði á staðnum þá. Þetta var náttúrulega prufutúr til að fínpússa túristapakkann. Ég sé á sandöldumyndinni að menn hafa verið að taka á því vel saman og njóta þess í botn. Við, þ.e. ég og kærastinn minn, fórum í svona sandöldur í Perú og það var þokkalegt basl að komast upp. Tvö skref upp og eitt niður. Við fórum reyndar á sandbretti sem eru eins og snjóbretti niður sem var mjög gaman. 

 Ég vona að þið megnið að skrifa meira eftir að gestirnir eru horfnir á braut og hversdagsleikinn tekur völdin. Og svo náttúrulega býð ég næsta hreyfipistils. 

 Hugsum mikið til ykkar og erum að reyna að fylgjast vel með ykkur á skypinu. 

luv 

Harpa 

harpa hr (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 21:40

2 identicon

Hæ kæra fjölskylda

Mikið er maður búinn að sakna ykkar. Við feðgar söknum allir þess að geta ekki hitt ykkur við og við. Ég er búinn að setja inn skype, en nú er bara að reyna að hittast. Spurning með kvöldið í kvöld eða annað kvöld? Hef aldrei prófað þetta, en þetta hlýtur að ganga upp, allar prófanir gengu vel þegar ég setti forritið inn.

Annars er allt gott að frétta af okkur. Við erum að undirbúa stóru feðgaútileguna 2008. Förum af stað á föstudaginn á Vestfirði og verðum í rúma viku að þessu sinni. Ekki hægt að vera lengur eftir allar hækkanirnar, sérstaklega á dísilnum. Hver hefði búist við því að verðið færi alla leið upp í 190 kr. lítrann! Við munum eitthvað rúnta um Vestfirðina, spila fótbolta og fara í sund, ganga á fjöll og dorga á bryggjum. Rauðisandur verður sóttur heim, annars fer það bara eftir veðri og vindum hvernig ferðalagið þróast. Við erum vanir menn og kunnum að búa okkur vel undir svona ferð, strákarnir eru líka svo stórir að ég býst við að þetta verði léttara en nokkru sinni fyrir mig.

Vona að allt muni ganga vel hjá Halla í Eyjum. Við Steinn Ingi vorum einmitt á Skaganum um helgina, hann kom á óvart, virðist vera gott efni í markmann. Stóð sig líka vel úti á vellinum. Ég reyndi að gera mitt besta sem liðsstjóri, en verð að viðurkenna að ég var alveg úrvinda eftir helgina. Emil er líka gríðarlega spenntur í fótboltanum. Hann er ennþá að æfa með tveimur liðum, bæði Þrótti og Val og er mjög ánægður með það, þó hann tali nú betur um Val en Þrótt. Kemur í ljós hvernig þetta þróast. Gabríel er á fótboltanámskeiði hjá Val og æfir sig á hverjum degi á gervigrasinu við Hlíðaskóla. Körfuboltinn er í hvíld hjá honum núna.

Gaman að fá að fylgjast með ykkur í gegnum bloggið hjá þér og Halla og fá innsýn í daglega lífið. Vona að allt sé í lukkunnar vel standi og auðvitað stefnir maður á að kíkja á ykkur fyrr en síðar. Þú kyssir Dabba frá mér, Erla (þó hann lesi þetta eflaust líka og smellir þá vonandi einum á Erlu sína frá mér).

Bestu kveðjur,

Einar 

Einar (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 10:55

3 identicon

Það verður gaman fyrir Halla að koma heim og hitta alla vinina aftur. Ég var að blogga um Akureyrarferðina en á eftir að setja inn myndir þú verður að kíkja á þetta.

Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband