Til Himbanna

Nú fer ég að koma glefsum úr ferðasögunni á netið, en ég ætla að byrja á ferð til Himbanna sem við fórum á 17 júní. Þá höfðum við farið alveg upp til landamæra Angóla, til Kunene árinnar. Við ákváðum að heimsækja Himba frekar þarna uppfrá þar sem færri ferðamenn koma, heldur en í Opuwo. Himbarnir eru hópur sem hefur að miklu leyti haldið í gamla lífshætti, og er áhugavert að heimsækja. Þeir eru hirðingjar sem lifa í Kunene hérðaði í norður Namibíu. Kunene hérað, eða Kaokoland er stærra en Ísland og mikill hluti þess er mjög óaðgengilegur. Himbarnir rækta geitur og nautgripi á þessu svæði sem er mjög harðbýlt. Þeir færa sig um til að ná til beitarlands og eiga því hús á mörgum stöðum. Húsin geta verið margskonar, sumum er líkt við býflugnabú vegna þess hvernig þau eru í laginu, en önnur er gerð úr trjágreinum. Utan um þorpin er vanalega girðing og kallast þorpin homesteads.

 

Himbar 10

Himbarnir eru hvað þekktastir fyrir að konurnar smyrja sig með blöndu af litarefni (steinn eða jarðvegur, ochre), smjöri og plöntum á líkama sinn. Þetta gefur þeim fallega brúnan lit og þær fara aldrei í bað á lífsleiðinni, heldur bera á sig smyrslið á hverjum degi.

Við heimsóttum lítið þorp með tveimur fjölskyldum. Börnin voru þrjú, og var eitt þeirra enn á brjósti. 

 

 

 

Himbar 8

Hér er konan að mylja ochre fyrir litablönduna. Litinn sækja þeir yfir til Angóla, en þar þarf að grafa um 2 metra niður til að komast að litnum. Himbarnir ferðast frjálsir yfir landamærin milli Angóla og Namibíu enda eru einnig Himbar í Angóla. Þeir komu upphaflega til Namibíu frá Angóla.

Fólkið er afskaplega fallegt. Hefðirnar tengja fjölskyldurnar bæði við föður- og móðurættirnar, og gerir það að verkum að tengslanetið er víðtækara en meðal margra hópa. Það er líka talin ein af ástæðunum af hverju Himbarnir hafa lifað af í gegnum tíðina en þurrkar geta farið illa með bústofna þeirra. ÞSSÍ er m.a. að vinna með Himbunum við að bora eftir vatni. Nálægðin við Kunene ánna gerir það að verkum að vatnsskortur er ekki eins og á öðrum svæðum þar sem Himbarnir lifa.

 

 

 

 

Himbar 1

Konurnar eru ábyrgar fyrir mestri erfiðisvinnunni, að bera vatn, mjólka, elda, sjá um börnin o.s.frv. Karlarnir gæta nautgripanna og geitanna. Reyndar voru hundarnir bara úti með geitunum þennan dag að gæta þeirra. Þarna eru sjakalar sem geta verið skæðir, og svo eru krókódílar í ánni sem geta tekið geiturnar þegar þær fara niður að ánni að drekka.

 

 

 

 

 

 

 

Himbar 3

 

 

Halla fannst dálítið skrýtið að vera í kringum Himbakrakkana. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Himbar 4

Eins og Haddi benti síðar á, í samhengi við hina dæmigerðu umræðu um villimenn í Afríku, þá fór sko ekki á milli mála hverjir voru villimennirnir hér. Litlu guttarnir þrír voru allir hressir og fundu sér allir eitthvað að gera. Gunnar nagaði geitaskít, sem var á jörðinni innan homestead á meðan Óskar var kominn lengst upp í tré. Stefán bætti um betur og réðst inn í annað húsið og harðneitaði að koma þaðan út. Eftir að hafa farið bónleiðina við drenginn þurfti ég að fara inn og sækja hann sjálf. 

 

  

 

Himbar 6

 

Óskar, Gunnar og Stefán að kanna nýjar slóðir með jafnaldra sínum úr hópi Himbanna.

 

 

 

 

 

 

Himbar 9

 

 

Hér er Óskar á leiðinni upp í tré. 

 

 

 

 

 

 

 

Ef litið er á kortið, þá virðist vera ansi freistandi að fara spottann upp að Epupa fossum, sem eiga að vera ægifagrir. Það tekur hins vegar þrjá daga að fara þessa 100 km. meðfram ánni, svo að Epupa fossar voru látnir bíða betri tíma. Hins vegar var mjög gaman að fara meðfram ánni að Kunene River Lodge, þar sem við gistum en þar var sólarlagið geysifallegt.

Leiðsögumaðurinn var alveg frábær, en móðir hans er Himbi og talaði hann tungumál þeirra. Hann var líka mjög hrifinn af okkur og bauð okkur því í heimsókn til skóla í nágrenninu, sem við þáðum með þökkum. Meira um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki slæmt að upplifa 17. júní með þessum hætti. Kúl að eiga villtustu börnin alveg sama hvar stigið er niður fæti

Linda (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 14:34

2 identicon

Já, það er dálítið kúl - fyrir alla aðra. Haddi skrifaði þetta fjör á frumkvöðlaeiginleika drengjanna sem hefðu fengið þetta í genum úr báðum áttum. Ég veit ekki hversu kúl manni finnst þetta akkúrat þegar maður þarf að standa í þessu! Kannski getum við sjálf hlegið að þessu öllu saman eftir... segjum svona 20 ár?

erlah (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband