Frá Kunene ánni
29.6.2008 | 15:36
Hér eru myndir frá Kunene ánni þar sem við gistum, en þarna er mjög fallegt. Dabbi er að slaka á niðri við ána.
Þarna var umtalsvert heitara en niðri í Windhoek enda við nánast komin eins norðarlega eins og mögulegt er innan Namibíu.
Drengirnir gátu dundað sér við að skoða fjölbreytt skordýr og eðlur. Svo voru líka apar í trjánum sem vöktu lukku hjá yngri kynslóðinni. Minni hjá mér því að einn var að brölta uppi á þaki á húsinu okkar með hávaða og látum þegar ég var að reyna að sofna um kvöldið.

Þarna eru strákarnir með íslensku fánana á þjóðhátíðardaginn og við hin að spjalla saman eftir að hafa snætt ljúffengan morgunverð undir trjánum.

Hér er sólarlagið, hinu megin við ána er Angóla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.