Brrrr

Á meðan sumarið nær hámarki á Íslandi er hávetur hér í Windhoek. Í morgun var allt hrímað í garðinum og húsið er hrollkalt. Allar sængur og teppi hafa verið tekin í notkun og við erum í flíspeysum hér innandyra. Í morgun þegar ég skrapp til slátrarans var ekki ólíkt því að vera á fallegum haustmorgni á Íslandi, gufa kemur úr vitum fólks og allir eru dúðaðir. Nú er sólin þó farin að hita, en hitinn á að ná upp í 20 yfir hádaginn skv. spám.

Einhver staðarmaður hélt því fram að nú um helgina væri veturinn hér í Windhoek, og að vanalega væri fyrsta helgin í júlí hámarkið og að veðrið snerist til betri vegar eftir það. Við eigum eftir að sjá til hvernig sú spá rætist.

Óskar og Dabbi skruppu í bíó, þetta verður í annað skipti sem Óskar fer í bíó, en hann fór einu sinni á Íslandi með frænkum sínum. Við Stefán tökum því rólega á meðan hér heima við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já er bara svona kalt þarna á ykkur???!!!!!!  Hélt það væri alltaf heitt í Afríku...........en

Ása Dóra (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:54

2 identicon

....svona veit maður lítið

Ása Dóra (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband