Join us og fleiri góðir barir
8.7.2008 | 16:14
Namibía er rúmlega 825 þúsund ferkílómetrar, og í því búa rétt tæplega tvær milljónir manna. Það er því eilítið strjálbýlla en Ísland og í veröldinni allri er einungis Mongólía strjálbýlla. Það er því gott fyrir Íslendinga með sitt víðáttubrjálæði að ferðast í Namibíu. Mikill hluti landsins er ákaflega harðbýll og fáir lifa í suðurhlutanum, sem er að miklu leyti eyðimörk. 60% landsmanna búa norðan Etohsa og ef að Windhoek og svæðið norður af því er talið með, þá búa þar um 80% landsmanna.
Þegar komið er norður fyrir Etosha, er komið í Owamboland sem er kallað menningarlegt hjarta Namibíu. Þegar við fórum þarna um var orðið mjög líflegt að keyra í gegn, og margt fólk að fara meðfram veginum í ýmsum erindagjörðum. Sumir voru bara í stuði og dönsuðu með vegarkantinum. Sumir voru að sækja vatn, aðrir að gæta geita, og enn aðrir að koma af fótboltaleik. Við fórum í gegn á sunnudegi og keyrðum framhjá þremur fótboltaleikjum, en það virðist auðsjáanlega vera afþreyingin á sunnudögum. Mikill fjöldi fólks var þar samankominn, og við sáum smá eftir að hafa ekki stoppað til að fylgjast betur með.
Svo er náttúrulega mikið af dýrum sem fara yfir veginn eins og þetta asnagrey. Einnig má sjá ummerki regntímans, en það var mikið af vötnum hér og þar, og margir sem voru að veiða fiska með tágakörfum sem þeir setja yfir fiskinn niður í vatninu. Fiskurinn er svo seldur við vegarkantinn, hengdur þar upp í greinar.
Skondnustu húsin og of þau sem mest er lagt er í, eru barir. Þá er að finna mjög víða við veginn. Það sem einnig vekur athygli er að nafngiftin á börunum er oft mjög skrautleg, eins og Come Happy Bar (vonandi fer maður ennþá meira happy). Ég tók nokkrar myndir til að sýna barina, hér er t.d. Toola Silver Mines Bar...
..þessi heitir This Night Bar..
..og þessi bar heitir Join Us Bar, hvernig er hægt að standast slíkt boð?
Athugasemdir
Yndislegt...
Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 11.7.2008 kl. 16:37
magnað........
Ása Dóra (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.