Bakaradrengirnir
10.7.2008 | 14:50
Við tókum okkur til núna síðdegis eftir að Stefán hafði vaknað af blundinum sínum, og bökuðum múffur til að hafa með eftirmiðdagskaffinu.
Hér er mynd af öðrum bakarameistaranum sem passaði formið (notaði það reyndar sem hatt).
Hér er hinn bakarameistarinn sem var ábyrgur fyrir að hræra í kökuna.
Hér eru múffurnar konmar inn í ofn og eitthvað af deiginu komið upp í munn. Drengirnir eru í þessum glæsilegu svuntum sem amma þeirra gaf þeim.
Nú eru múffurnar inni í ofni og bökunarlyktin fyllir húsið. Við teljum mínúturnar þangað til að við getum farið að gæða okkur á múffum og mjólk.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
En girnilegt, ég veit að þeir hafa góðan bökunarmeistara...ég bakaði vöfflur í dag (úr pakka, roðn) en bætti smá kardimommu og sítrónudropum útí, bjargaði miklu en mikið eru þetta fallegir drengir sem þið eigið
knús
Brynja brussa
Brynja (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 15:54
namminamm verði ykkur að góðu....þegar mín var heimavinnandi í Sverige, þá var ég svooo duglega að leyfa krökkunum að baka...keypti alltaf tilbúið deig í pakka...svo fattaði ég að ég var heimavinnandi með alla tíma í heiminum og byrjaði að fletta upp uppskriftum á netinu og baka almennilega alvöru köku ;o) Er alltaf á leiðinni að skella í köku, því það getur verið svo róandi og huggulegt að henda í eina og gæða´sér svo á herlegheitunum .... knús til ykkar allra ...
Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 11.7.2008 kl. 16:34
Hæ stelpur,
Brynja, ég var einmitt sama dag að skoða Íslandsmyndirnar þínar og dáðst að því hvað börnin þín væru falleg!! - Fanney, ég verð víst að viðurkenna að þetta var einmitt úr poka, mjög hreinlegt og gott. Kannski færi ég mig upp á skaftið í bakstrinum þegar frá líður. Við erum einmitt að fara að skella okkur í bakstur núna á eftir..
Erla perla (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 13:41
hæ mamma ég var líka að baka áðann og við Erla bökuðum snúða köku og skúffuköku. Þá fórum við gabriel að spila spilið stjórinn sem amma Valdís gaf mér í jóla gjöf
þinn sonur Halli
haraldur (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.