Fótboltastjörnur fæðast
20.7.2008 | 18:15
Við fórum í dag í stórverslun til að kaupa inn fyrir heimilið. Litlu drengirnir kunna ágætlega að meta slíkar ferðir, Stefán sat í stórri kerru og Óskar fékk að ýta lítilli kerru á undan sér sjálfur og við tíndum vörur í hana. Hann stóð sig bara vel og klessti ekki oft á, þó að það hafi stundum skapast smá umferðaröngþveiti þar sem hann hefur ekki mjög djúpan skilning á umferðarmenningu innan stórverslana.
Við keyptum lítil fótboltamörk handa drengjunum til að fara að rækta fótboltahæfileikana og fórum í ljósaskiptunum til fótboltaiðkunar úti í garði. Þeir sýndu góða takta, eins og sjá má. Óskar var þó öllu fagmannlegri en litli bróðir sinn, enda hefur hann verið í þjálfun hjá Halla bróður sinum.
Til marks um þetta má nefna að Stefán, sem átti að fara í mark, lagðist inn í það í makindum. Þar að auki finnst honum líka eðlilegra að taka boltann með höndunum og kasta honum en að vera að vesenast þetta með að sparka endalaust.
Óskar er hins vegar orðinn nokkuð skotfastur, og við bindum vonir við að Halli fari að stjórna fótboltaæfingum úti í garði í nánustu framtíð. Hans er von heiman frá Íslandi á fimmtudag, en við hlökkum öll óstjórnlega mikið til að fá hann aftur til okkar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:17 | Facebook
Athugasemdir
Hæ öll þið.
Ég les mér til mikillar ánægju ferðalagið ykkar og set mig í sporin, þið njótið ótrúlegra ævintýra sem þið búið lengi að bæði litlu og stóru dýrin í skóginum.
Og svo kemur Halli kallinn reynslunni ríkari frá Íslandi bráðum.
Mamma/AndreuxxxxxxxxxxxxxxxHramma
hrafnhildur (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 22:09
Sæl Hrafnhildur, gaman að heyra það. Ég á enn eftir að koma inn ferðasögubrotum frá fjölskyldunni þinni. Það var ótrúlega gaman að fá alla fjölskylduna í heimsókn og fá tækifæri til að upplifa þetta allt saman. Við söknum þeirra sárt!
Bestu kveðjur,
Erla
Erla perla (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.