Af kóki og kexi

Hér á heimilinu er tiltölulega rólegt, að því undanskildu að Stefán er með mótþróa og vill ekki taka miðdegisblundinn sinn. Óskar sefur rótt og blítt og Davíð flaug í dagrenningu til Outapi í norður Namibíu á vegum vinnunnar. Mamma og Halli lögðu á svipuðum tíma af stað í ferðalagið frá Íslandi til Namibíu. Hér er mikil tilhlökkun að fá Halla heim og ömmuna í heimsókn í tvær vikur. Þau koma til landsins í fyrramálið.

Veðrið er orðið alveg frábært aftur, og svo virðist sem veturinn sé genginn um garð. Á kvöldin er aftur orðið sæmilega hlýtt og gott og hitinn yfir miðjan daginn er um 22 stig. Alveg mátulegt. Við höfum tekið þessari hlýnun fagnandi, en það er skrýtið til þess að hugsa að maður á efalaust eftir að sakna svalans þegar heitast verður í sumar.

Þegar við fórum um Omusati héraðið í ferðinni okkar, og í gegnum Outapi, fórum við Andrea í kjörbúð. Við útganginn situr öryggisvörður sem fer vandlega í gegnum allt í pokunum manns og merkir samviskusamlega við allar vörurnar, eina af annari, á strimlinum úr kassanum. Þetta er einnig víða gert í höfuðborginni, en þar er þó áberandi að hvíta fólkinu, sem er líklegra til að eiga peninga, er oftar hleypt í gegn athugasemdalaust. Oft er verið að leita á þeldökkum viðskiptavinum á leið út úr búðum. Búðarhnupl er nokkuð algengt, og einnig verður maður að hafa varann á því að maður rekst á það að búið er að opna pakka í búðunum, t.d. snakkpoka eða kexpakka þar sem einhver hefur verið að fá sér í svanginn inni í búðinni.

kók 1

Vöruúrvalið af neysluvöru í þessari búð fyrir norðan var nú ekki mikið, en mest þó af vefnaðarvöru. Hjá drykkjunum var þó að finna sjálfa holdgervingu vestrænnar neyslumenningar, kók. Og það hálfs líters í glerflösku. Ég keypti flöskuna sérstaklega, ásamt kexi og snakki og fleiri drykkjum. Nú átti að taka heimildarmynd af kókneyslu í bílnum. Ég byrjaði á því að taka mynd af Halla með flöskuna, en það reyndist þrautin þyngri því það voru svo mikil hopp og læti í bílnum af því að við vorum að keyra holóttan vegarslóða. Þessi mynd kom best út eftir að margar tilraunir voru gerðar ...

 

 

 

 

 

 

kók 2

..og svo tók ég fleiri myndir af bílstjóranum sem einnig fékk sér sopa

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló Erla mín!Takk fyrir Skemmmtilegt og fræðandi blogg.'Eg er heilmikið farin að fá innsýn í hvernig lífið gengur fyrir sig þarna hjá ykkur.Það virðist ekki hafa verið ykkur erfitt að aðlagast lífinu þarna.Þegar maður talar við Halla er eins og hann hafi alltaf búið í Namibíu.Það var ótrúlega gaman að hitta hann og sjá hvað hann er í fínu fomi.Vonandi eruð þið öll sameinuð núna og hafið það gott.Kveðjur til  ykkar allra 0g spes kveðjur til Halla.

G.Margrét (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 09:18

2 Smámynd: Arnheiður Fanney Magnúsdóttir

Dabbi myndi prýða kóka-cola auglýsingu þokkalega ;o)   ótrúlega girnilegur ;o)

Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 29.7.2008 kl. 19:34

3 identicon

ég er afar fegin því ef þú losar þig við appelsínulúkkið! Ég sleppi því þó að nefna að langur og mjór gíraffi er tignalegri en húð kennd við appelsínu.

 with love from harpa sport

harpíta (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 20:06

4 identicon

vantaði bara princepólóið, ætli það fáist í Namibíu? Knús frá Sverige

Brynja (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 07:04

5 identicon

Hæ allar, Dabbi er algjör losti, það er alveg satt. Appelsínulúkkið var vegna bilunar hjá blog.is, enda finnst ekkert kennt við appelsínuhúð í nágrenni við mig. Er búin að vera að ferðast með múttu og fjölskyldunni, set inn færslur þegar hægist um hjá okkur..

kv.eh

Erla perla (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband