Nýr skóli

Klein Windhoek Kindergarten 1Síðasti dagurinn í leikskólanum hjá drengjunum var í gær. Þeir kvöddu einkaleikskóla litlu Windhoek með virktum. Hér er Óskar með leikskólamöppuna sína og kennaranum sínum, henni Kirsten.

 

 

 

 

 

 

 

 

Klein Windhoek Kindergarten 2

Hér er Stefán með kennaranum sínum, henni Heidi.

 

 

Óskar var farinn að ná þýskunni, taldi eins og herforingi upp að tíu á þýsku en hikstaði hins vegar á talningunni þegar kom að því að beita íslenskunni. Eftir aðeins stutta dvöl hér spurði hann yfir kvöldmatnum - hvernig segir maður borða? Ég sagði, maður segir eat. Og barnið svaraði, nei, það heitir ESSEN. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að við flytjum þá yfir til alþjóðaskólans, en þar er enska vinnutungumálið og Stefán blandar síður saman þýsku, ensku, afrikans og Owambo og öllum þeim málum sem notuð voru í leikskólanum. 

Í morgun mættum við svo öll í alþjóðaskólann, ég, drengirnir og amman sem einnig var viðstödd til að taka skólann út.

 

WIS 1

Hér er hersingin mætt, allir flottir með skólatöskurnar sínar. Óskari fannst það svo mikil upphefð að fara í sama skóla og Halli að hann átti erfitt með að sofna í gærkveldi.

 

 

 

 

 

 

WIS 2

Strákarnir fóru strax á fullt, hér er Óskar á hjóli.

 

 

 

 

 

 

 

WIS 3

Og Stefán fór að prófa sig áfram á trampólíni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þið eruð orðnir stórir strákar. Komnir í alvöru skóla með skólatösku og allt saman.

 Tindur er að byrja á nýjum leikskóla sem heitir Ós og það er rosalega gaman. Hann er mjög duglegur og finnst bara gaman að leika með nýjum krökkum. Ekkert mál! Sumir krakkar fara nefnilega að gráta þegar þeir byrja í nýjum skóla því það er svolítið erfitt. 

 Heyrumst fljótt aftur. 

Tindur og Orri (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 14:30

2 identicon

Sælt veri fólkið,

reyni að muna að kvitta fyrir mig þegar ég kíki á bloggin, líður stundum eins og ég sé klappstýra ... GEMMÉR E - GEMMÉR- R GEMMÉR L- GEMMÉR A      Erla Erla Erla blogga meira ......................  úff!

En Gunna Stína svilkona segir að við kvittararnir séum jafn nauðsynlegir og bloggararnir, skildi vera eitthvað til í því?

Knús, Siva

Siva (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 19:30

3 identicon

Jæja þá er skvísan bara komin í HR í viðskiptafræðina og sit sveitt á stærðfræðinámskeiði þessa dagana. En bara gaman og er þvílíkt ánægð að hafa drifið mig. Gaman að lesa um ykkur hver veit hvort maður nær að koma til ykkar áður en þið flytjið aftur heim það væri bara æði

Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband