Sápukúlur
10.8.2008 | 14:06
Drengirnir blésu sápukúlur úti á verönd í gærmorgun, en Rósa frænka þeirra hafði sent þeim tilheyrandi áhöld til sápukúlugerðar frá Íslandi. Þá sendi hún einnig íslenskt nammi í pokum og drengirnir gæddu sér á hluta af því, en það var nammidagur í gær.
Hér eru myndir af strákunum á náttfötunum að blása í morgungolunni.
Við erum nú ekki búin að gera neitt markvert í dag, en hér er hálf tómlegt síðan að amman fór á fimmtudag. Davíð eldaði morgunverð, drengirnir fóru allir í bað í morgun og svo var farið í stórinnkaup í matvöruverslun og loks á veitingastað með góðu leiksvæði þar sem strákarnir fengu allir smá útrás. Nú eru Halli og Dabbi í bíói og við yngri kynslóðin erum hér heima við að dunda okkur. Erum að vinna að því að koma lestinni í gang, byggja teina og hlaða batteríin.
Hér er einn hress í Bubba byggi náttfötum í morgunsólinni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.