Í fótsport risaeðla
14.8.2008 | 13:47
Frá ströndinni lá leiðin upp í land og við fórum að skoða risaeðluspor sem eru um 200 milljón ára gömul. Sporin setti risaeðla í leir við vatn, sem síðar steingerðist, svo að sporin eru vel sýnileg í dag.
Þetta er hinn fínasti göngutúr sem við komumst í eftir að hafa rætt við staðarhaldara. Mútta lagði fyrst í hann, enda efalaust best okkar í þýsku. Hún var nú ekki leiknari en svo að karlinn var orðinn urrandi vitlaus og Dabbi fór út að blíðka hann og fékk greinargóða leiðarlýsingu á enskuskotinni þýsku. Við gátum því lagt í gönguna.
Leiðin var greið. Hér er karlpeningurinn ásamt mömmu.
Og hér er Óskar að framkvæma rannsókn á fyrirbærinu. Þó að þónokkuð hafi fundist af risaeðlubeinum og steingervingum í heiminum, þá er mun sjaldgæfara að sjá ummerki um þær eins og hér blöstu við. Sporin voru mun minni en maður hafði búist við, ég hélt einhvern veginn að maður myndi finna gífurlegar skálar sem maður gæti lagt sig flatan í, en sporin voru frekar á stærð við mannsspor.
Stefán á leiðinni til baka, en það var gott að geta teygt úr sér eftir nokkuð langa keyrslu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.