Afmæli!!


afmæli3
Yngstu fjölskyldumeðlimirnir eldast eins og við hin, en Stefán á tveggja ára afmæli í dag. Það var mikið um dýrðir í morgun þegar pakkarnir voru opnaðir. Hér er afmælisbarnið í Bubba byggir náttfötunum sínum, að lesa nýja Bubba byggir bók sem hann fékk frá ömmu sinni. 









afmæli1
Óskar að skoða dýrðina, en Stefán frékk kranabíl frá Rósu frænku sinni og fjölskyldunni hennar. Óskar fékk líka pakka, en hann hafði óskað sér um daginn að fá bleik sundgleraugu og það var ekki hægt annað er að verða við svo skemmtilegri bón.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
afmæli2
Hér er Halli að spara sinn pakka. Hann fékk dót til að veiða og safna fiðrildum og skordýrum. Halli hefur verið með flensu alla vikuna og er enn með hita, þó að hann sé farinn að hressast og er kominn með lyf eftir að hafa hitt lækni í gær.
 
Nú er hálf kalt, svo að við erum ekki mikið úti í morgunsárið. Mér var hálf kalt í nótt, því að það hafði snarkólnað eftir ágætis hita undanfarið. Ef maður kíkir á spána fer þetta nú batnandi því að í nótt átti hitinn að vera 3 stig, og eftir tvo daga að hækka upp í 16 stig yfir nóttina, og að sama skapi að fara upp í 27 stig yfir daginn. Það verður alveg mátulegur hiti.
 
 
 
afmæli4
Hér er Óskar að baksa við pakka. Svo eldaði Davíð morgunverð á meðan ég setti saman vatnsbraut sem Stefán fékk frá ömmu Möggu.  Við sötruðum ferskan appelsínusafa með engifer með morgunverðinum, en safapressan var eina heimilistækið sem við tókum með okkur frá Íslandi. Hún hefur nýst vel. Við sungum afmælissönginn yfir morgunverðinum og Stefán hló og brosti út að eyrum með munninn fullan af hrærðum eggjum.
 
Síðan fengu strákarnir að nasla íslenskt nammi sem þeir höfðu fengið frá Inguló og Valdísi og núna eru þeir að horfa saman á mynd sem Stefán fékk frá afa Bjarna og Erlu. 
 
Um eftirmiðdaginn verður pizzubökunarpartý með íslenskum stíl. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn.Takk fyrir bloggið og skemmtilegar myndir.Erla mín1Þú hefur rithöfundarhæfileika til viðbótar við hina.Það var gaman að heyra í ykkur áðan. Njótið dagsins. 'Eg fæ að vera með ykkur í huganum.

G.Margrét (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband