Áframhaldandi afmæli
17.8.2008 | 10:35
Svo var haldið pizzupartý um eftirmiðdaginn, hér eru litlu drengirnir komnir í sparifötin sín. Þeir eru óskaplega sakleysislegir og rólegir að sjá.

Afmælisbarnið að blása á afmæliskökuna sína, sem skartaði stubbunum.
Ég pantaði afmæliskökur, tvær talsins, eina fyrir afmælispartýið og eina fyrir leikskólann. Á hvora um sig átti að skrifa Stefán 2 years. Það varð hins vegar einhver misskilningur og á aðra kökuna var ekkert skrifað og á hina var skrifað Sam 2. Stúlkan hafði sumsé spurt hvaða nafn ætti að setja á seinni kökuna og ég hafði sagt, its the same child!! Þetta kemur ekki að sök en olli kátínu þegar ég kom með kökurnar í hús.

Hér eru strákarnir að leika sér að vatnsbrautinni sem amma Magga gaf þeim. Takið eftir þessum frábæru sundgleraugum sem Óskar fékk. Það fengust ekki bleik, eins og hann hafði beðið um, svo að hann fékk rósrauð gleraugu í staðinn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.