Staðurinn þar sem allir vilja búa
27.8.2008 | 19:54
Stærsta fátækrahverfið í Windhoek heitir Katutura, sem útleggst á Herero sem staðurinn þar sem enginn vill búa. Á tímum kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar var svörtum gert að flytjast í hverfi út fyrir borgina, sem þeir nefndu Katutura. Nú, á tímum pólítísks rétttrúnaðar íhuga yfirvöld að breyta nafninu í Matutura - staðurinn þar sem allir vilja búa. Íbúarnir eru skiljanlega hrifnir af nafninu og það er í raun kannski réttnefni að vissu leyti því að til borgarinnar og Katutura flykkist á hverjum degi fjöldi fólks til að leita að atvinnu og nýjum tækifærum. Það sorglega er að hér eru lítil tækifæri, gífurlegt atvinnuleysi og þeir sem fá mestu tækifærin eru þeir sem hafa mestu reynsluna.
Byggðin teygir sig sífellt lengra í norðurátt þar sem nýjir bárujárnskofar rísa. Kofarnir eru gjarnan hin mestu hreysi, ískaldir á vetrum og kæfandi heitir á sumrum. Hér er mikið um þjófnaði og hægt er að sjá að fólk geymir hluti ofan á kofaþökunum. Um nætur heyra íbúarnir ef einhver óboðinn gestur laumar sér upp á þak, og svo er auðvelt að hafa auga með eigunum yfir daginn. Sniðug lausn.
Hér búa um 160 þúsund manns. Hverfið er orðið of mannmargt fyrir skólana sem eru til staðar og því hafa tjöld verið sett upp til skólahalds. Krakkarnir eru allir snyrtilegir í skólabúningum, eins og í öðrum skólum landsins. Himinbláir útikamrar stinga hins vegar í augun.
Hverfið er einn suðupottur menningarhópa og mikið að sjá og skoða. Lífið gengur sinn vanagang, hér eru tveir stubbar að baða sig í morgunsárið, berrassaðir í þvottabala.
Hér er aðstaðan hjá professional hárskera...
og hér er viðgerðarþjónusta fyrir bifreiðar.
Markaðurinn er að undirbúa sig undir líflegan dag, þarna voru mánaðarmót, en þegar fólk fær útborgað um mánaðarmót, þá er líf í tuskunum á markaðinum.
Grillið er þegar komið í gang á markaðinum. Nammi namm.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:58 | Facebook
Athugasemdir
Halló Erla mín!
Takk fyrir 'áhugaverðar upplýsingar um lífið þarna í kringum ykkur.Maður hefur ekki hugmyndaflug varðandi hvað er í gangi.Þetta hlýtur að hafa áhrif á mann inn í manns eigið líf.þetta með að hafa nóg þegar fólkið í kringum mann hefur ekki til hnífs og skeiðar.Allt gott að frétta frá 'Islandi..'Eg hitti Lisette í fyrradag og tók hún fyrir mig pakkann.Alveg yndisleg.Gugga á afmæli á morgun.Auðvitað saknar maður ykkar.En það sem skiptir mál er að ykkur líður vel.'eg hitti Palomu á námskeiði .Hún alveg ljómaði yfir því hvað það hefði verið gaman að hitta Hallaog bað fyrir kveðjur .Kossar og kveðjur
Gmargret (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 20:00
Hæ, takk fyrir kveðjurnar og sendinguna! Gott að heyra að allt gengur vel heima á Íslandi. Halli mundi eftir afmælinu hjá Guggu, því hann minntist einmitt á það þegar við vorum að spila borðtennis úti í garði í morgun. Litlu guttarnir eru í könnunarleiðangri úti í garði og eru að grafa upp eðalsteina skilst mér, einn fyrir hvern fjölskyldumeðlim. Stóru gaurarnir eru fyrir framan sjónvarpið. Dabbi smá slappur en annars er allt í góðu hér. Bestu kveðjur, eh.
Erla (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.