Ljónaveisla

 
ljón 1
Í fjölskylduferðinni okkar um daginn fórum við að sjá þegar ljónahóp var gefið og hér koma myndir frá því. Þetta var mjög skemmtileg ferð, en við fórum eftir myrkur og inn í þar til gert byrgi sem var með litlum opum með rimlum til að skoða dýrðina. Ljónin fengu bara heilan nautgrip, sem hafði verið slátrað. Þau rifu hann í sig og átu nánast upp til agna.  
 
Það var smá basl að fá Stefán til að vera hljóðan, en annars sátum við öll agndofa því að það er magnað að sjá þetta. 
 




ljón 3
 
Það er auðsjáanlega skýr skipting innan hópsins og karlinn tryggir að þessir réttu fái bestu bitana. Ungu karldýrin voru mest reknir frá gæðunum. 
 
Það er ótrúlegur kraftur í þessum dýrum, og maður vildi svo sannarlega ekki mæta þeim á förnum vegi. Sú hætta er fyrir hendi inni í þjóðgörðum, enda er fólki gert að yfirgefa ekki farartæki sín, til að tryggja að enginn endi í ljónskjafti.






ljón 2Hér eru þrjú kvendýr sem svo sannarlega virðast njóta krásanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Brynja. Takk fyrir kveðjurnar.

Það er mjög gaman að búa hér, og fá tækifæri til að skoða sig um og læra um nýja hluti. Ljónin eru mögnuð, það er satt.

Kv. eh

Erla perla (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 12:46

2 identicon

Algjört konfekt þessi lestur hér, að venju ....

Bið að heilsa Dabba.

kv. Dísa 

Breiðholts-Dísa (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband