Alþjóðlegur morgunverður

 
IB6
Í gær var haldinn international breakfast í alþjóðaskólanum fyrir toddler bekkinn sem Stefán og Óskar eru í. Hér er Stefán að gæða sér á veitingum.










IB 1
Og Óskar, sem er í Íslandsbolnum sínum. Þeir átu líkt og ég þeir hefðu fastað í margar vikur. Það er gott að börnin hafa matarlyst.
















IB5
Eins og sjá má, þá er safe sun policy tekin alvarlega, allir krakkarnir eru með hatta til að verjast sólinni.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IB8
Strákarnir eru með þrjá leikskólakennara. Trish stjórnar prógramminu og er hér að sjá um að allir fái eitthvað gott í gogginn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IB3
Svo er hún Monica, sem er hér að spjalla við krakkana.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IB7
Og loks er það hún Ingrid. Strákarnir eru í góðum höndum þá þessum stúlkum. Í hverri viku er þema sem unnið er út frá, og í þessari viku var það ljós og þau voru að vinna með ljós og skugga. Bjuggu til hús úr lökum og notuðu vasaljós til að búa til myndir og fleira. Fyrir stuttu voru þau að fjalla um haustið og þá bjó Óskar til söguljóð í anda San fólksins í bílnum á leiðinni heim úr skólanum: ...þegar kuuuldinn kemur, þá detta laufin af og ég má ekki rífa tréeeen því þá fer ég í skammarkrókinn...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Geggjað ljóð frá þessum mikla snillingi. Gefur góða von um framhaldið hjá drengnum. Við allavega kaupum fyrstu ljóðabókina.

 Er alveg að fara að senda þér confession póst dauðans. 

 Ástarkveðja að norðan

harpíta 

Harpíta (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 20:15

2 identicon

Vá hvað maður getur verið þröngsýnn - í mínum huga hefur einhver sem heitir Ingrid alltaf verið hávaxin grönn ljóshærð og bláeygð!!!  VOðalega getur maður verið mikill græningi, ussussuss.

Best að lesa þá um afmæli Halla ;)

Siva (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 21:08

3 identicon

hæhæ til lukku með soninn er ekki dugleg að kíkja á blogg núna enda er ég bara að læra alla daga út í gegn úff og púff... Vona að þið hafið það sem best og hlakka til að lesa meira hjá þér kv Þórdís

Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 21:18

4 Smámynd: Erla Hlín Hjálmarsdóttir

Hahaha, gaman að geta drepið staðalímyndir með svona hvelli!! Eru Ingridar ekki líka alltaf sænskar..?

Takk fyrir hamingjuóskirnar..

Erla Hlín Hjálmarsdóttir, 4.10.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband