Halli 9 ára
28.9.2008 | 11:16
Halli hélt upp á afmælið sitt á föstudaginn og bauð öllum bekknum heim. Það var boðið upp á pizzur og kökur, hoppikastala, borðtennis, play station og fleira. Allt fór friðsamlega fram, og þarf mjög lítið að hafa fyrir þessum krökkum. Ein var bitin af býflugu úti í garði, en það var eina óhappið sem varð.
Það eru flestir sem bjóða öllum bekknum í afmæli hjá sér, þannig að Halli fer nánast í afmæli tvisvar í mánuði og er það grunnur fyrir ágætis félagslíf fyrir alla.
Hér er José sem er namibískur, úti í garði að spila borðtennis.
Friso hinn hollenski er að taka þátt í fjársjóðsleit úti í garði, en við földum fullt af dóti sem átti að finna og allir tóku þátt af miklu kappi. Það var falið undir steinum, uppi í trjám og hér og þar. Sumir fundu mikið en aðrir minna. Sigurvegarinn, sem mest fann, fékk verðlaun í lokin og þá var dótinu líka endurdreift svo að allir fengju að fara með eitthvað heim með sér.
Dótið var sápukúluhylki og svo fóru allir að blása kúlur, eins og Otto er að gera hér.
Halli fékk mikið af skemmtilegum gjöfum, m.a. Harry Potter á ensku frá Rósu frænku sinni, Jónda, Inguló og Valdísi. Hann les nú af kappi og er strax búinn með fjórðunginn af bókinni.
Rósa og Jóndi voru að fara í annað ferðalag í morgun niður á strönd og þaðan í suðurátt. Þau koma svo aftur á þriðjudagskvöld, en þau eyða tveimur síðustu dögunum í Namibíu í borginni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju Halli með afmælið og dagskráin augljóslega ekki af verri endanum.
Linda (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 17:54
Sniðugt að fela hluti sem síðan má hafa með sér heim, kannski stel ég þessari hugmynd þar sem styttist í afmæli litlu stelpunnar minnar. Knús á ykkur og til hamingju með afmælið;)
Brynja (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 18:00
Til hamingju með afmæmið Halli!
Ja ég sem kem frá plánetunni Barnlaus segi nú bara "ef þetta er að hafa litið fyrir börnum í afmæli, hvað er þá að hafa mikið fyrir þeim??? " Og frábær fótboltakaka!
Knús,
Siva
Siva (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 21:12
Takk fyrir hamingjuóskirnar. Svona "einstaklingsfjársjóðsleit" hentar fyrir krakka langt fram eftir aldri, því að þau eru of einbeitingarlaus til að geta tekið þátt í hópvinnu til að finna fjársjóð saman. Alveg tilvalið í afmæli. Já, þið á plánetunni Barnlaus eruð nú ekki alveg með á nótunum hvað fyrirhafnarmælingar varðar. Það koma sko ný viðmið þegar fólk flytur þaðan...
Erla perla (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.