Þorpsheimsóknir


Village visit 5
Í Rundu fengum við að fara með í þorpsheimsóknin þar sem ætlunin var að fá innsýn inn í stöðu og líf heyrnarlausra barna. Hópnum var skipt upp í tvennt og var svo haldið í þorp þar sem fjölskyldur með heyrnarlaus börn bjuggu.
 
Fyrri fjölskyldan sem við heimsóttum átti heima í Rundu, og hér situr teymið undir tré að tala við móðurina, með hjálp túlks. Með í heimsókninni, auk ICEIDA, voru einnig fulltrúar frá menntamálaráðuneyti Namibíu, félagi heyrnarlausra og frá frjálsum félagasamtökum sem vinna með heyrnarlausum í héraðinu. 
Litli gaurinn sem situr þarna eins og ljós á stól er fjögurra ára og er heyrnarlaus.
 
 
Village visit 4
Drengurinn notar ekkert táknmál og hefur því lítil sem engin samskipti við heiminn. Feðurnir yfirgefa gjarnan mæðurnar þegar kemur í ljós að börnin eiga við einhverja fötlun að stríða og því er staða þeirra oft enn erfiðari. Svo var í þessu tilfelli en eins og þið takið eftir var húsið þeirra hins vegar mjög veglegt.
 
Drengirnir mínir voru nú ekkert að velta sér upp úr slíkum vandamálum, heldur fóru að leika sér við krakkana í hverfinu, sem komu og voru forvitnir að sjá hvaða gestir væru komnir. Reyndar voru nokkrir fullorðnir einnig forvitnir og héngu utan á girðingunni til að fylgjast með því sem fram fór.



Village visit 3

Hér eru strákarnir komnir í góðan félagsskap.












Village visit 6
Krakkarnir vilja gjarnan láta taka myndir af sér, og elska að skoða þær í myndavélinni eftirá.












Village visit
Seinni heimsóknin var í þorp fyrir utan Rundu, enda sjáið þið strákofana í baksýn. Fundarstaðurinn er klassískur, undir tré. Hér er 11 ára, heyrnarlaus stúlka, en þau nota heimatilbúið táknmál sem er reyndar ótrúlega þróað.
 
Hér er lífið ekki létt, og svo sannarlega ekki þegar fólk á við fötlun að stríða því að erfitt er að fá viðeigandi stuðning, bæði frá hinu opinbera og frá samfélaginu. Þessi stúlka er hins vegar heppin að því leyti að fjölskylda hennar er góð við hana og leitar allra leiða til að greiða götu hennar.
 
Víða býr fólk í hreysum í Namibíu, en gjarnan er fólk vel búið og hreint. Hér virðist fátæktin hins vegar vera ívið meiri því að fólk gengur í götóttum fötum og margir eru óhreinir. Namibía er oft kölluð Africa light, og er þá verið að vísa til þess að þú sért ekki kominn í hjarta Afríku, heldur í vestræna útgáfu af álfunni. Ég hygg að sú tilvísun sé réttmæt fyrir þá fjölmörgu sem koma til Windhoek, ferðast í fína leigujeppanum sínum, eða í loftkældri rútu, gista á lúxushótelum úti á landi með her þjóna og fara svo heim með mynd af gíraffa í farteskinu. Þó að skoðanaferðir í fátækrahverfið séu vinsælar, ná fæstir hins vegar að upplifa og skilja hve lífskjör fólks eru bág víða á landsbyggðinni. Hér er erfitt að skilja Africa light.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið eruð þið að upplifa spennandi hluti, þvílík gjöf sem strákarnir ykkar fá í lífsreynsluskjóðuna sína.  Ef ykkur vantar lýðheilsufræðing í vinnu með táknmálsfræði sem aukagrein er ég til;)

Brynja (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 20:06

2 identicon

Björk kíkti á bloggið þitt og varð græn af öfund út í strákana en sagði svo: þeir eiga laglega eftir að sakna þess að vera i Afríku þegar þeir koma heim til Íslands aftur (en hún dauðsaknar Bandaríkjanna... og mun seint fyrirgefa okkur að hafa farið þaðan).

Linda (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 20:24

3 identicon

Já, það er kannski erfitt að sjá fyrir sér hvað þeir eiga eftir að muna mikið af þessu öllu þegar upp er staðið. En við verðum með myndir og frásagnir til að lífga upp á minnið og það er efalaust gott. Halli á náttúrulega eftir að muna vel eftir þessu öllu því að hann er orðinn svo stór.

Já, Brynja, hver veit? Hún Eyrún sem var með þér í tákmálsfræðinni í Háskólanum var í þessari ferð og var að hefja mánaðardvöl í Rundu til að kenna táknmálstúlkun. Hún bað reyndar að heilsa þér!

Erla perla (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 11:37

4 identicon

jiduddami, elsku eyrun, er hun ad vinna i namibiu, hun var sko besta vinkona min i taknmalsfraedinni,  mer thykir vaent um hana og veit ad vid eigum eftir ad taka upp thradin aftur thegar thar ad kemur....aetli thad verdi kanski i namibiu, annaes vid eum farin ad hugsa heim og eg hlakka til ad hitta ýkkur i matarbodi hja mer vonanadi a thessum aratug

brynja (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband