Popa fossar
25.10.2008 | 10:21
Popa fossar í Kavango ánni eru einn þeirra staða sem ferðafólk heimsækir, þó að flúðarnar séu nú ekki til að missa vatn yfir. Svæðið hentar einnig fyrir gönguferðir og fuglaskoðun.
Hér stendur Óskar við dýrðina.
Við fórum að flúðunum austan megin, því að þaðan er betra útsýni yfir ánna. Maður þarf að keyra nokkurn spotta meðfram girðingu við endurhæfingarstöð fyrir fanga. Þar rækta þeir lifandis ósköp og framleiða nóg af matvælum fyrir öll fangelsi Namibíu. Kannski þeir fái mest grænmetisfæði, fangarnir.
Ef vel er að gætt, má sjá að Óskar er í plastsandölum, sem er vinsælasti skófatnaðurinn hér um slóðir og háir sem lágir státa af slíkum sandölum af öllum stærðum og litum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.