Hér er sungið og dansað


Dans 2
Halli og Dabbi fóru á mótttökuathöfn í Rundu þar sem svona vel var tekið á móti þeim. Þetta er Kavango fólk, en þarna eru fimm ættbálkar sem við kunnum ekki að gera greinarmun á.

Rundu er sunnan Kavango árinnar, en norðan hennar er Angóla. Hér er því margt fólk sem hefur komið frá Angóla enda geisaði borgarastyrjöld þar í 27 ár. 
 
 
 
 
 
 

Dans 3
Við sátum eitt kvöldið með útsýni yfir ána og nutum útsýnisins, sem var geysifallegt. Allir nema umhverfisfræðingurinn sem horfði með vanþóknun á þessar fáu trjáhríslur sem voru Namibíu megin (það er mjög þéttbýlt sunnan megin) og sagði að þetta væri klassískt dæmi um skógareyðingu dauðans. Við Íslendingar höfum kannski bara svona góðan smekk fyrir berangurslegu landslagi því mér fannst þetta óskaplega fallegt.
 
 
 
 
 
 
dans
Hér eru flottir trommuleikarar, en Dabbi átti afmæli í gær og við gáfum honum afríska trommu til að hann gæti djammað smá fyrir sjálfan sig og fjölskylduna. Hann fékk líka braai bók, svo að þetta eru mjög praktískar gjafir sem við eigum öll eftir að njóta góðs af.
 
Í síðustu viku fór að rigna, öllum til undrunar. Veðrið kólnaði heilmikið og svo voru skúrir við og við, og stundum hellirigndi. Eina nóttina rigndi látlaust. Nú eru skýin farin á brottu, ekki er hnoðri á himni og hitinn aftur kominn upp í ca 35 gráður sem er mjög indælt. Húsið hitnar yfir daginn svo að það eru 30 gráður í svefnherbergjunum þegar við erum að fara í bólið, sem er dálítið heitara en við eigum að venjast, svo að vifturnar koma að góðum notum.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu til í að segja einum fáfróðum en forvitnum hvað braai bók er?

kveðja  úr Stuðlaseli

bjarni (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 16:32

2 identicon

Já, braai er grill að suður-afrískum hætti, ég bloggaði um það einu sinni:

http://erlah.blog.is/blog/erlah/entry/522562/

Þið fáið nú að kynnast því í eigin persónu áður en langt um líður! Við hlökkum óskaplega til jólanna og að fá ykkur í heimsókn til okkar.

Erla perla (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 05:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband