Já, dýrtíðin..
8.11.2008 | 13:19
Ég var að skoða okursíðuna og hryllti mig yfir hvað allt verð er að hækka á Íslandi. Hér tekur maður aðeins eftir því, en verðið er yfirleitt mun þolanlegra hér. Heima er þetta nánast glæpsamlegt. Sem leiðir mig að öðrum punkti.
Davíð fékk fyrir rukkun í heimabankann sem hann kannaðist ekki við, frá innheimtufyrirtækinu Borgun ehf. Kom í ljós að hann hafði tekið lán í Elko fyrir sjónvarpi upp á 300 þús. krónur. Sem hann hafði auðvitað ekki gert því að hann var þegar fluttur til Afríku. Það sem er kannski merkilegast í þessu er að það kom í hlut Dabba að sanna að hann hefði ekki tekið lánið, en ekki fyrirtækjanna að sýna fram á að þau hefðu verið að misnota kennitölu sárasaklaus manns sem bjó erlendis. Pabbi hans Dabba setti ómældar vinnustundir í málið sem og Dabbi héðan frá Namibíu. Pabbi hans Dabba þurfti sumsé að fara til lögreglunnar til að kæra málið. Þá var gaga aflað, og þegar samningurinn var skoðaður kom í ljós að hann var óundirskrifaður (hefði kannski ekki verið eðlilegt í byrjun að kíkja á samninginn, þ.e. af annað hvort Elko eða Borgun, þegar látið var vita af þessu í byrjun??).Eftir langt stapp kom í ljós að einhver hafði gefið kennitöluna hans Dabba upp þegar viðkomandi var að ganga frá lánasamningi og sagðist svo þurfa að skreppa út í bíl að ná í veskið sitt þegar hann átti að framvísa skilríkjum. Samningurinn var hins vegar engu að síður sendur til Borgunar, óundirskrifaður, og sendur í innheimtu um hæl. Þetta eru nú viðskiptahættir til fyrirmyndar, en sýnir kannski ágætlega hversu auðvelt var að fá lán á Íslandi!
Aftur að verðlaginu. Um daginn var 750 ml. flaska af ágætis hvítvíni frá Suður Afríku á tilboði á 150 kr. Hvað kostar svo hálfs líters kók á Íslandi?
Hér er, geri ég ráð fyrir, mikil eftirspurn eftir ódýrasta kjötinu af því að það eru svo margir fátækir. Þetta veldur því að kjöt er nokkuð undarlega verðlagt. Það sem annars staðar er ódýrasta kjötið, eins og súpukjöt, er á 450 kr. kg. Síðan er kjötið sem vanalega er mjög dýrt eins og nauta sirloin og fillet bara á 700 kr. kg. Það er sumsé mjög lítill verðmunur á milli ódýrasta og dýrasta kjötsins. Verð á kjötvöru hefur einnig verið að hækka undanfarið. Leja á kjötsög og vann sér m.a. inn pening með því að saga kjöt og skrokka fyrir fólk. Nú segir hún að kjötið sé orðið svo dýrt að enginn eigi kjöt til að láta saga fyrir sig.
Svo verður nú að taka fram að margar vörur eru afspyrnu dýrar hér, og gefa Íslandi ekkert eftir. Þetta eru munaðarvörur og leikföng, svo eitthvað sé nefnt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
vei smá fúlt að lenda í þessu, gott að málið skýrðist. Dýrtíðin er ferleg meira að segja í Sverige, ekki lengur gaman að fara í búðina og fylla pokana fyrir lítið miðað við frónið. En o jæja meðan maður á mat á diskinn sinn allavega....get annars ímyndað mér að það hafi stokkið í þér hjartað að sjá strákana innan um strúta og önnur dýr, varstu samt ekki pínu stolt af því hvað þeir voru óhræddir og dýravanir?
Brynja (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 19:23
Þetta er snilldarsaga með sjónvarpið. Við erum alveg heilluð af þessum viðskiptaháttum. Erum að velta fyrir okkur hvort maður ætti að ekki að fara að reyna að innrétta heimilið, t.d. með aðstoð kennitölu Hannesar Smára eða einhvers annars snillings.
Harpa og Adam (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 22:19
Já, er ekki bara rugl að vera að spara og eitthvað svona. Nú er tíminn fyrir skapandi lausnir eins og þessa. Bara skella sér í Elko, vera bara í hettupeysu fyrir öryggismyndavélarnar. Fylla slottið af sjónvörpum og öðru dýrindi.. Maður missti mikið til af þessari ofurneyslu sem var í gangi á Íslandi, nú er tíminn til að bæta upp fyrir það!! (já, og velja nöfnin af vandvirkni, muna það)
Hvaðan blessaðir drengirnir hafa þetta hræðsluleysi veit ég ekki. Halli er með þetta eliment og var með það í miklu magni þegar hann var yngri. Á föstudaginn fengu bæði Óskar og Halli verðlaun í skólanum.... fyrir að vera risk takers (nema hvað?). Óskar var nú ekki meiri risk taker en það að hann þorði ekki upp á svið að taka við verðlaununum!
Erla perla (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 05:50
haha Óskar fær prik hjá mér fyrir að þora að þora ekki að taka á móti verðlaunum fyrir að þora. Þessi sjónvarpssaga er náttlega alveg met. Gat Dabbi ekki fengið sjónvarpið í skaðabætur fyrir ruglið. Hvað er þetta með Íslendinga og viðskiptahætti þrátt fyrir að hálf þjóðin hafi menntað sig á viðskiptasviðinu á síðustu árum (enginn maður með mönnum nema hafa viðskiptamenntun). Hvað er eiginlega verið að kenna þarna í þessum viðskiptadeildum? Er þetta bara trúboð á markaðinn án allrar ábyrgðar og siðmenntar??
Linda (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 11:45
Mér finnst geggjað að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera risktakers. Spurning hvort þeir verði fljótt komnir í að klappa ljónum með þessari hvatningu. Veit að þeir eru skynsamir en mér finnst aðdáunarvert skólakerfi sem man eftir að hrósa nemendum fyrir ýmsa góða eiginleika sem ekki eru metnir á skriflega prófinu.
harpa rut (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.